„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 12:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07
Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48