Björt framtíð í dvala og óvíst með framhaldið Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 16:58 Theodóra telur ekki útilokað að Björt framtíð, það sem eftir stendur af þeim flokki, gangi til liðs við Viðreisn. visir/vilhelm Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við. Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við.
Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira