Björt framtíð í dvala og óvíst með framhaldið Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2019 16:58 Theodóra telur ekki útilokað að Björt framtíð, það sem eftir stendur af þeim flokki, gangi til liðs við Viðreisn. visir/vilhelm Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við. Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Sjá meira
Vefsíða Bjartrar framtíðar liggur niðri. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Björt Ólafsdóttir er ekki lengur formaður stjórnmálaflokksins heldur Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir. Vísir náði tali af henni en hún er stödd erlendis. Theodóra segist hafa tekið við eftir síðasta ársfund. Og nú sé þetta í hennar höndum og stjórnarinnar. „Við erum búin að hittast reglulega, við þurfum bara að sjá hvað verður. Það er allt óvíst hvernig framhaldið verður. Kjörnir fulltrúar Bjartrar framtíðar eru víða í sveitastjórnum í dag. Það dreifðist,“ segir formaðurinn.Flokksstarfið í dvala Þetta er flókin og til þess að gera skrítin staða. Theodóra bendir á að Björt framtíð sé uppi með síður víða sem tengjast flokkunum þar sem fulltrúar flokksins sitji í sveitarstjórnum. Svo er í Kópavogi þar sem hún situr í bæjarstjórn og er í samstarfi við Viðreisn. En, það sé rétt, síða þingflokksins liggur niðri. Enda er enginn þingflokkur. „Ef það er ekki eftirspurn eftir framboði gerum við eitthvað annað. Við erum ekki að viðhalda okkur bara til þess að viðhalda okkur. Við liggjum í dvala, ætlum að gefa okkur tíma og svo sjáum við hvað verður. Okkur líður bara vel þar sem við erum.“ Björt framtíð skuldar ekki krónu Theodóra segir að ákvörðun um framhald verði tekin innan fárra mánaða. Og þar komi ýmislegt til greina. Halda áfram, leggja flokkinn niður og/eða ganga til liðs við annan stjórnmálaflokk; þeir sem eftir eru. Þar er Viðreisn efst á blaði, ýmislegt er sameiginlegt með flokkunum tveimur. „Kannski óþarfi að rífa upp nýjan stjórnmálaflokk heldur ganga til liðs við það sem fyrir er. En, ég tala nú bara fyrir mig,“ segir Theodóra sem lætur afar vel af samstarfinu við Viðreisn í Kópavogi og að henni hugnist bakland forystunnar þar afar vel. Björt framtíð stendur ágætlega, vel reyndar í samanburði við aðra flokka. Theodóra segir að allt kapp hafi verið lagt á ábyrgð í fjármálunum, flokkurinn skuldi ekkert heldur þvert á móti eru einhverjir sjóðir til sem taka þarf ákvörðun um hvað skuli gera við.
Alþingi Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Fleiri fréttir Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Sjá meira