Efling segir vinnustöðvanir fallnar til að lágmarka tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 19:45 Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“ Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar segir að boðaðar verkfallsaðgerðir hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn. Aðgerðir þar sem starfsfólk mæti til vinnu en sinni ekki allri vinnuskyldu séu til að hafa áhrif en lágmarka tjón. Hann er sannfærður um að þetta sé í samræmi við lög en Samtök atvinnulífsins ætla að bera lögmæti þeirra undir Félagsdóm á morgun. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að kæra vinnustöðvanir Eflingar til Félagsdóms en um er að ræða aðgerðir þar sem hótelþernur, hótelstarfsmenn, rútu- og strætóbílstjórar innan Eflingar mæta til starfa en sinna ekki allri vinnuskyldu. Vinnustöðvanirnar hjá Eflingu eru boðaðar frá 18. mars til 30. apríl en þá getur til dæmis verið um að ræða að bílstjórar rukka ekki í strætó eða telja farþega, þernur þrífa ekki klósett og sinna ekki morgunverðarþjónustu. Hefðbundin verkföll eiga sér svo stað 22. mars. 28 og 29 mars. 3 til 5 apríl. 9-11 apríl 15-17 apríl 23-25 apríl og síðan fyrsta maí og þar til verkfallinu lýkur. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði í hádegisfréttum að samtökin telji boðaðar vinnustöðvanir ólöglegar. Það sé ekki hægt að vera í verkfalli og þiggja laun á sama tíma. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að boðaðar vinnustöðvanir hafi einmitt verið til að draga úr því tjóni sem verkföllin valdi. „Þetta er þá hluti af þessu stóra verkfallsplani okkar sem er með innbyggðri stigmögnun. Hverju og einu af þessum þrepum er hægt að fresta,“ segir Viðar. Hann segir að aðgerðirnar hafi verið þróaðar í nánu samstarfi við félagsmenn Eflingar í því skini að þær hafi áhrif án þess að það þurfi að leggja niður alla vinnu. Viðar er sannfærður um að aðgerðirnar séu í samræmi við vinnulöggjöfina. „Ég held að það sé bara alsiða í vinnudeilum að það sé látið reyna á hluti fyrir félagsdómi og við erum vel undir það búin. Við erum með okkar lögfræðinga og ráðgjafa sem eru tilbúnir að mæta því.“
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira