Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir Ari Brynjólfsson skrifar 27. september 2019 08:15 Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. vísir/vilhelm Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira