Færsla fráveitulagnar allt að 400 milljónir Ari Brynjólfsson skrifar 27. september 2019 08:15 Gróðurhvelfing Aldin Bio Dome og fleiri byggingar eiga að rísa við Stekkjabakka. Svæðið er upp til vinstri á miðri mynd. vísir/vilhelm Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á fráveitulögn sem liggur undir fyrirhugaðri gróðurhvelfingu í útjaðri Elliðaárdalsins munu kosta á bilinu 89 til 429 milljónir króna. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fullyrðir að allur sá kostnaður komi til með að lenda á útsvarsgreiðendum. Staðsetning byggingasvæðis gróðurhvelfingar Aldin BioDome við Stekkjabakka er ofan á núverandi fráveitulögn Veitna sem flytur skólp frá Efra-Breiðholti, Norðlingaholti og Árbæ. Í umsögn Veitna við framkvæmdina segir að ekki sé leyft að byggja ofan á stofnlögnum þar sem aðgengi að þeim verður að vera tryggt allan sólarhringinn. Í minnisblaði verkfræðistofunnar Verkís til Veitna frá því í vor, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að núverandi lögn sé hálfrar aldar gömul og þoli illa rask af framkvæmdum. Byggingarnar, þar á meðal 4500 fermetra gróðurhvelfingar, sem eiga að rísa á svæðinu verða að hluta til grafnar niður. Í bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfis- og skipulagssviðs fyrr í þessum mánuði eru gerðar athugasemdir við að fráveitulögnin liggi töluvert hærra í landi en gólf gróðurhvelfinganna. Í minnisblaði Verkís eru settar fram þrjár leiðir ásamt frumkostnaðarmati. Leið A felur í sér að leggja lögnina út fyrir svæðið, sú leið er dýrust og gæti kostað allt að 429 milljónir. Leið B er ódýrust en áhættusömust, hún felur í sér að fóðra núverandi lögn eða leggja aðra lögn samhliða hinni. Áætlaður kostnaður er á bilinu 86 til 97 milljónir. Leið C felur í sér að færa lögnina þétt utan um byggingarsvæðið. Sú leið kostar allt að 213 milljónum. Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að kostnaðurinn við framkvæmdirnar lenda á borgarbúum, ekki Aldin BioDome. „Ef breyta á legu lagna vegna breytinga á skipulagi greiðir borgin kostnaðinn sem af hlýst, nema þegar lagnirnar eru gamlar, þá greiða Veitur 56 prósent,“ segir Egill Þór. „Veitur eru í eigu borgarinnar og því mun kostnaðurinn alltaf á endanum lenda á útsvarsgreiðendum.“ Fram kemur í svari Umhverfis- og skipulagssviðs við athugasemd Veitna að búið sé að setja inn sértaka kvöð um þil eða styrkingu í kringum fráveitulögnina. Í minnisblaðinu kemur einnig fram að töluverð óvissa sé um Leið B, hætta sé á að skólp flæði í Elliðaárnar ef fóðra eigi lögnina. Með Leið A sé verið að nýta tækifærið og endurnýja lögn sem þurfi hvort eð er að gera á næstu tíu til tuttugu árum. Óvissa sé þó um kostnaðarmatið þar sem þurfi að fara í jarðvegsrannsóknir á dýpt klappar. „Það blasir við að kostnaðurinn við þessar framkvæmdir getur rokið upp úr öllu valdi,“ segir Egill Þór. „Meirihlutinn hefur sagt um þessar framkvæmdir að enginn kostnaður leggist á borgina, það er bara rangt. Þetta getur farið yfir hálfan milljarð.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent