Segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um heimsókn Pence Kristín Ólafsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 15. ágúst 2019 21:45 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að varaforsetinn muni meðal annars ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Formaður Samfylkingarinnar segir utanríkisráðherra skulda útskýringar um hvort að heimsókn varaforsetans tengist hundruða milljóna króna uppbyggingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, greindi frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar þann 7. ágúst að ef af heimsókn Pence yrði myndu efnahags- og viðskiptamál vera efst á baugi. Í tilkynningu á vef Hvíta Hússins í dag kemur fram að auk efnahags- og viðskiptamála muni varaforsetinn ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands og átak Atlantshafsbandalagsins gegn ágangi Rússlands á norðurslóðum. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að koma varaforsetans geti tengst fyrirhugaðri uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Hundruðum milljóna verður varið í verkefnið. Logi segir utanríkisráðherra skulda útskýringu á því hvort að málin tvö séu fyrirboði um aukna þátttöku Íslands í varnarsamstarfinu. „Síðan kemur þessi mjög háttsetti maður hingað til lands og Guðlaugur Þór segir að það eigi að ræða viðskipti og efnahagsmál á meðan að Hvíta húsið gefur út yfirlýsingu um að það eigi sérstaklega að ræða mjög mikilvæga landfræðilega stöðu Íslands. Það er ekkert hægt að lesa þetta öðruvísi en að það sé verið að fara að tala þarna um aukna þátttöku okkar í varnarsamstarfinu.“ Logi vill að málið verði rætt á vettvangi utanríkismálanefndar þingsins. „Já, ég hef bæði beðið um fund með utanríkisráðherra á vegum nefndarinnar um áformin uppi á Keflavíkurflugvelli en síðan núna, eftir þessi síðustu útspil, að ráðherra komi líka og gefi munnlega skýrslu um komu Mike Pence hingað til landsins.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58 Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42 Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 19:58
Hvíta húsið staðfestir Íslandsför Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, mun koma í opinbera heimsókn hingað til lands þann 3. september næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Hvíta hússins. 15. ágúst 2019 00:42
Segir komu Mike Pence til Íslands hreina og klára vanvirðingu Samtökin '78 munu ekki sitja undir því þegjandi verði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, boðinn velkominn hingað til lands af stjórnvöldum. 12. ágúst 2019 14:30