Innlent

Pence kemur til Íslands degi síðar en fyrst var tilkynnt

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur til Íslands þann 4. september næstkomandi, ekki þann 3. september eins og fyrst var greint frá á vefsíðu Hvíta hússins.

Þetta kemur fram í leiðréttingu sem Kristinn Gilsdorf, upplýsingafulltrúi bandaríska sendiráðsins á Íslandi sendi á fjölmiðla í kvöld. Þar vísar hann í uppfæra tilkynningu á vef Hvíta hússins þar sem kemur fram að Pence muni koma hingað til lands þann 4. september.

Að öðru leyti er tilkynningin samskonar þeirri sem vitnað var í fréttum af Íslandsför Pence. Í viðræðum sínum við íslenska ráðamenn muni hann leggja áherslu á mikilvægi Íslands þegar kemur að Norðurslóðamálum, leiðir til að stemma stigu við hernaðarumsvifum Rússa á svæðinu, sem og leiðir til að auka viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna.

Eftir dvölina á Íslandi heldur Pence í opinbera heimsókn til Írlands og Bretlands.


Tengdar fréttir

Ekki séns, Mike Pence

Í fréttum undanfarið hefur farið töluvert fyrir fyrirhugaðri en þó óstaðfestri komu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, til Íslands. Lítið hefur þó verið fjallað um þá staðreynd að hann er mótfallinn sjálfsögðum mannréttindum hluta íslensku þjóðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.