Innlent

Ófyrirséður aukakostnaður fylgdi heimsókn Pence

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumenn við Höfða í tengslum við heimsókn Mike Pence á þriðjudag.
Lögreglumenn við Höfða í tengslum við heimsókn Mike Pence á þriðjudag. Vísir/Vilhelm
Kostnaður við heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands á þriðjudag var þó nokkið fram yfir viðmið fyrri heimsókna erlendra ráðamanna. Samkvæmt upplýsingum utanríkisráðuneytinsins fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum.

Mikil viðbúnaður var vegna heimsóknar Pence til Reykjavíkur og Keflavíkur á þriðjudag og gætti á annað hundruð lögreglumanna öryggis hans auk persónulegrar öryggissveitar varaforsetans. Þá var götum lokað í Reykjavík í nágrenni Höfða þar sem Pence fundaði með íslenskum ráðamönnum.

Endanlegur kostnaður vegna heimsóknarinnar liggur ekki fyrir. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir utanríkisráðuneytið að opinberar heimsóknir erlendra ráðamanna hafi í för með sér fasta kostnaðarliði.

„En umfang þessarar heimsóknar var þó nokkuð umfram þau viðmið. Auk þess fylgdi töluverður ófyrirséður kostnaður þeim breytingum sem urðu á dagskrá heimsóknarinnar og öryggiskröfum allt fram að komu varaforsetans,“ segir í svarinu.

Írsk yfirvöld áætla að heimsókn Pence þangað áður en hann kom til Íslands hafi kostað þau um sjö hundruð milljón krónur.


Tengdar fréttir

Enginn sér­stakur við­búnaður á Land­spítalanum vegna komu Pence

Enginn sérstakur viðbúnaður var á Landspítalanum vegna komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í gær. Hins vegar tók spítalinn þátt í undirbúningi heimsóknarinnar að sögn Önnu Sigrúnar Baldursdóttur, aðstoðarmanns Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.