Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2019 21:02 Rafrettur hafa notið mikilla vinsælda undanfarið, ekki síst á meðal yngra fólks. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu. Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að rafrettur gætu verið orsök alvarlegs lungnasjúkdóms sem hefur greinst í hundruðum rafreykingamanna undanfarið og dregið fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn.Washington Post segir að grunur sé um 450 tilfelli í 33 ríkjum og einu landsvæði Bandaríkjanna. Fimm séu látnir af völdum sjúkdómsins dularfulla og eitt til viðbótar sé rannsakað vegna mögulegra tengsla við rafrettureykingar. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. „Þetta er augljóslega faraldur sem kallar á skjót viðbrögð,“ skrifaði David C. Christiani frá lýðheilsuskóla Harvard-háskóla í ritstjórnargrein sem birtist í læknaritinu New England Journal of Medicine í dag. Í leiðaranum er lagt til að læknar ráðleggi fólki að halda sig frá rafrettum og fræði það um skaðsemi rafreykinga, að sögn New York Times. Sumir þeirra sem veiktust reyktu kannabisefni samhliða því að þeir neyttu nikótíns með rafrettu. Sóttvarnamiðstöð Bandaríkjanna segir að engar ákveðnar rafrettuvörur eða tæki hafi verið tengd við sjúkdóminn enn sem komið er. Embættismenn stofnunarinnar mæla með því að fólk íhugi að nota ekki rafrettur á meðan rannsókn stendur yfir. Líklegt er talið að veikindin tengist efnum sem sjúklingarnir hafi komist í snertingu við. Í New York-ríki beinist rannsókn að olíu sem unnin er úr E-vítamíni í kannabisvörum sem einhverjir þeirra sem veiktust neyttu.
Bandaríkin Rafrettur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira