Erlent

Banni við notkun Wikipedia í Tyrklandi aflétt

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Netalfræðiritið Wikipedia hefur verið óaðgengilegt í Tyrklandi frá árinu 2017.
Netalfræðiritið Wikipedia hefur verið óaðgengilegt í Tyrklandi frá árinu 2017. Vísir/Getty

Sérstakur stjórnarskrárdómstóll í Tyrklandi hefur fyrirskipað að banni við notkun netalfræðiritsins Wikipedia verði aflétt. Tíu dómarar af sextán töldu bannið, sem sett var árið 2017, brjóta í bága við stjórnarskrá Tyrklands.

Meiri hluti dómara taldi bannið brjóta í bága við stjórnarskrárvarin réttindi sem kveða á um réttinn til tjáningarfrelsis, og fyrirskipaði því að banninu skyldi aflétt. BBC greinir frá þessu.

Tyrknesk stjórnvöld heftu aðgang að Wikipedia árið 2017 vegna færslna þar inni, þar sem látið var í veðri vaka að Tyrkland hefði unnið með íslömskum öfgamönnum í Sýrlandi.

Tyrknesk yfirvöld hafa af og til lokað fyrir vefsíður sem innihalda gagnrýni á stjórnvöld eða stjórnarhætti landsins.

Forsvarsmenn Wikipedia fór með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna málsins í maí á þessu ári, þar sem þeir töldu bann við notkun vefsíðunnar brjóta á tjáningarfrelsi.

Stofnandi Wikipedia, Jimmy Wales, tísti í kjölfar þess að úrskurður féll í hinum tyrkneska stjórnarskrárdómstól, þar sem hann bauð Tyrki „velkomna aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×