Innlent

Fundu bíl Rimu við Dyrhólaey á Þorláksmessu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá leit við Dyrhólaey nú rétt fyrir hádegi í dag.
Frá leit við Dyrhólaey nú rétt fyrir hádegi í dag. Sigurður Gýmir

Lögregla á Suðurlandi fann bíl Rimu Grunskyté Feliksasdóttur við Dyrhólaey síðasta mánudag, á Þorláksmessu. Leit að Rimu verður haldið áfram á hádegi í dag en hennar hefur verið saknað frá því á föstudag í síðustu viku.

Fréttablaðið greindi fyrst frá því að bíll Rimu hefði fundist en Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Suðurlandi staðfestir fundinn í samtali við Vísi. Hann segir að farið hafi verið í frekari eftirgrennslan á svæðinu við Dyrhólaey þegar bíllinn fannst. Ekki hafa fundist fleiri munir í eigu Rimu við leitina.

Ekkert hefur spurst til Rimu síðan á föstudaginn í síðustu viku.Lögreglan á suðurlandi

Fjölmennt lið lögreglu og björgunarsveitarmanna hefur leitað að Rimu síðustu daga en talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey. Tólf manns frá björgunarsveitinni Víkverja leituðu meðfram strandlengjunni frá Þorlákshöfn að Skaftárósum í gær.

Sveinn Kristján segir að leitarmenn í dag séu flestir úr björgunarsveitum á Suðurlandi. Þyrla Landhelgisgæslunnar mun jafnframt aðstoða við leitina, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins.

Leitin hefst nú upp úr hádegi þegar verður háfjara og áfram leitað á sama svæði og undanfarna daga. Þá er veður á svæðinu betra en í gær og gert ráð fyrir að leitað verði fram eftir degi.

Lögregla óskar enn eftir því að hafi einhver vitneskju um ferðir Rimu hafi sá hinn sami samband við lögregluna í tölvupósti eða í einkaskilaboðum á Facebook.


Tengdar fréttir

Á­fram leitað að Rima Grun­skyté

Björgunarsveitin Víkverji hóf að leita að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur fyrir um klukkustund og taka tólf manns þaðan þátt í leitinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×