Erlent

YouTube-stjarna fangelsuð fyrir að hafa móðgað konung Marokkó

Andri Eysteinsson skrifar
Sekkaki var dæmdur í borginni Settat.
Sekkaki var dæmdur í borginni Settat. Skjáskot/YouTube

Marokkóska YouTube-stjarnan Mohamed Sekkaki hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi auk fjársektar fyrir að hafa móðgað Marokkókonung, Múhameð VI. BBC greinir frá.

Sekkaki var handtekinn fyrr í desember eftir að hafa gagnrýnt ræður konungs og kallað samlanda sína asna. Sekkaki sem þekktur er á samfélagsmiðlinum YouTube undir nafninu Moul Kaskita er ekki sá eini sem handtekinn er í Marokkó vegna ummæla á internetinu en blaðamaðurinn Omar Radi var einnig handtekinn fyrir skömmu sakaður um að hafa birt á Twitter-síðu sinni móðganir gegn dómara í Marokkó.

Baráttuhópar fyrir mannréttindum hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir málum sem þessum í Marokkó. Í nóvember var rapparinn Gnawi dæmdur í eins árs fangelsi eftir deilur við lögregluna. Aðdáendur Gnawi telja þó að hann hafi verið handtekinn og fangelsaður vegna texta hans þar sem hann gagnrýndi konungsveldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.