Jólunum komið í skjól fyrir veðurofsanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 11:14 Jólakötturinn reyrður fastur við steypuklumpa. Hann ætti ekki að verða Kára að bráð í dag. Vísir/vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið að því í morgun að tryggja stórar jólaskreytingar í miðbænum áður en mikið hvassviðri skellur á síðdegis í dag. Gert er ráð fyrir að veður verði verst á milli 18 og 21. „Það er búið að tryggja jólaköttinn svo hann fari ekki í veðurhaminn, þannig að Kári taki hann ekki,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar í samtali við Vísi. „Síðan er búið að leggja Óslóartréð niður á völlinn og fergja það, svo það fari hvergi. Þá er búið að taka niður allar stóru jólabjöllurnar. Þverböndin eru látin halda sér en bjöllurnar teknar af svo þær valdi ekki hættu.“ Oslóartréð lá á Austurvelli þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.Vísir/vilhelm Bjarni bendir á að reiknað sé með að veður á höfuðborgarsvæðinu verði einkar slæmt í Miðbænum og Vesturbænum nú síðdegis. Hann sé ekki meðvitaður um sambærilegar veðurráðstafanir í öðrum hverfum borgarinnar; jólakötturinn, Oslóartréð og jólabjöllurnar séu þeir munir sem helst kunni að stafa vá af í veðurofsa. „Síðan verður bara teymi á hverfastöðinni á vakt fram eftir degi og verður til taks ef eitthvað kemur upp á,“ segir Bjarni. „Við vonumst til að fólk verði ekki mikið á ferðinni eftir klukkan 15.“ Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í morgun að skaplegt veður yrði á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi en eftir klukkan eitt byrji að hvessa. Veðrið nái svo hámarki á suðvesturhorninu snemma í kvöld, milli klukkan 18 og 21. Hvassast verður við Kollafjörð, í Mosfellsbæ og á Álftanesi og Seltjarnarnesi. Jólabjöllunum á Skólavörðustíg hefur verið komið í öruggt skjól.Vísir/vilhelm
Jól Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík Veður Tengdar fréttir Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Óveðurspárnar lítið sem ekkert breyst Landsmenn búa sig nú undir aftakaveður sem ganga á yfir landiðí dag. 10. desember 2019 07:15
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15