Fótbolti

Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmenski sjónvarpsmaðurinn á Laugardalsvelli.
Rúmenski sjónvarpsmaðurinn á Laugardalsvelli. mynd/twitter-síða ksí

Sem kunnugt er mætast Ísland og Rúmenía í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars á næsta ári.

Fulltrúar frá sjónvarpsrétthafanum í Rúmeníu eru staddir á Íslandi og í gær kíktu þeir á aðstæður á Laugardalsvelli.

Veðurguðirnir buðu rúmenska sjónvarpsmanninn velkominn með snjó og roki.

Á Twitter-síðu KSÍ birtist myndband af veðurbörðum sjónvarpsmanninum arkandi um snævi þakinn Laugardalsvöll.


Stefnt er að því að leikurinn 26. mars fari fram á Laugardalsvelli. Það ræðst þó af tíðarfarinu.

Starfsmenn Laugardalsvallar hafa unnið hörðum höndum að því að halda vellinum í góðu ásigkomulagi eins og Guðjón Guðmundsson kynnti sér í Sportpakkanum í síðustu viku.


Tengdar fréttir

Ákvörðun um leikstað í umspilinu þarf að liggja fyrir 20. desember 

Fótbolti Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, þarf eins og knattspyrnusambönd sem eiga lið í umspili um laus sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla að staðfesta heimavöll sinn í umspilsleikjum til evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, fyrir 20. desember næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.