Innlent

Reynitré rifnaði upp með rótum og féll á tvo bíla

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Sólvallagötu í kvöld.
Frá vettvangi á Sólvallagötu í kvöld. vísir/vilhelm

Tólf til fimmtán metra hátt reynitré rifnaði upp með rótum við Sólvallagötu í Vesturbænum um klukkan átta í kvöld.

Tréð féll á tvo bíla sem lagt var við götuna en Kristín Waage sem býr á móti húsinu sem tréð stóð við er eigandi annars bílsins.

Í samtali við Vísi segist hún fyrir tilviljun hafa litið út um glugga íbúðar sinnar og sá þá hvað hafði gerst. Slökkvilið og björgunarsveitarmenn voru mættir á vettvang.

Kristín segir sinn bíl hafa sloppið ágætlega, engin rúða hafi til dæmis brotnað, en að bíllinn við hliðina á hafi fengið höggið af stofninum.

Slökkviliðsmennirnir hafi síðan þurft að fjarlægja annað tré við hliðina til að fyrirbyggja meiri skaða ef það skyldi einnig rifna upp með rótum. Þeir hafi síðan strax sagað niður allar greinarnar af trjánum.

Viðbragðsaðilar þurftu svo að saga annað tré niður sem var við hliðina á því sem rifnaði upp með rótum til að fyrirbyggja meiri skaða. vísir/vilhelm

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.