Innlent

Lögreglan rannsakar rán í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi en tilkynnt var um málið klukkan 17 í dag.Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu varð þolandi í málinu fyrir barsmíðum og hlaut einhverja áverka eftir atganginn.Er frumrannsókn komin af stað og hefur lögregla vitneskju um gerendur í málinu.Um klukkan sex í kvöld var síðan kona handtekin á veitingastað í miðborginni eftir að hún neitaði að greiða fyrir þjónustu.Jafnframt lét hún öllum illum látum á veitingastaðnum og var hún að endingu vistuð í fangageymslu.  Upp úr klukkan sjö var tilkynnt um umferðarslys á Stekkjarbakka við Reykjanesbraut. Draga þurfti eina bifreið af vettvangi þar sem hún var mikið skemmd eftir að hafa hafnað á ljósastaur. Engin meiðsli urðu á fólki.Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Ekki er ljóst hverju var stolið en málið er í rannsókn.Umferðarslys varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar klukkan 20:21 með þeim afleiðingum að þrír bílar skemmdir. Ekki urðu slys á fólki.Nokkuð hefur verið um útköll vegna óveðursins en engin alvarleg.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.