Innlent

Lögreglan rannsakar rán í Kópavogi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi. Vísir/vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar rán í Kópavogi en tilkynnt var um málið klukkan 17 í dag.

Að því er fram kemur í tilkynningu lögreglu varð þolandi í málinu fyrir barsmíðum og hlaut einhverja áverka eftir atganginn.

Er frumrannsókn komin af stað og hefur lögregla vitneskju um gerendur í málinu.

Um klukkan sex í kvöld var síðan kona handtekin á veitingastað í miðborginni eftir að hún neitaði að greiða fyrir þjónustu.

Jafnframt lét hún öllum illum látum á veitingastaðnum og var hún að endingu vistuð í fangageymslu.  

Upp úr klukkan sjö var tilkynnt um umferðarslys á Stekkjarbakka við Reykjanesbraut. Draga þurfti eina bifreið af vettvangi þar sem hún var mikið skemmd eftir að hafa hafnað á ljósastaur. Engin meiðsli urðu á fólki.

Þá var tilkynnt um innbrot í fyrirtæki við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Ekki er ljóst hverju var stolið en málið er í rannsókn.

Umferðarslys varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar klukkan 20:21 með þeim afleiðingum að þrír bílar skemmdir. Ekki urðu slys á fólki.

Nokkuð hefur verið um útköll vegna óveðursins en engin alvarleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.