Fótbolti

Brøndby sagt vilja selja Hjört í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörtur eftir tap gegn AGF fyrr á leiktíðinni.
Hjörtur eftir tap gegn AGF fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Hjörtur Hermannsson gæti yfirgefið Brøndby í janúarglugganum en Ekstra Bladet greinir frá þessu á vef sínum.

Carsten V. Jensen tók við stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá gulklædda liðinu í sumar og hann segir að ef það komi gott tilboð í Íslendinginn er félagið tilbúið að selja hann.

Brøndby vill koma sínum miðverði að en hinn nítján ára gamli Anton Skipper hefur verið að koma upp hjá félaginu. Þeir vilja koma honum enn frekar inn í framtíðarplön félagsins.





Hjörtur hefur leikið tæplega hundrað leiki fyrir danska félagið en hann kom til liðsins árið 2016 frá hollenska félaginu PSV.

Hjörtur hefur leikið fjórtán leiki Brøndby af þeim nítján sem liðið hefur leikið í dönsku úrvalsdeildinni en félagið er í 4. sæti dönsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×