Segir yfirlýsingar Samherja vera skrítnar og boðar birtingu fleiri pósta Eiður Þór Árnason skrifar 11. desember 2019 20:45 Jóhannes Stefánsson leysti fyrst frá skjóðunni opinberlega í fréttaskýringaþættinum Kveik í byrjun nóvember. Mynd/RÚV Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“ Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, segir að fleiri tölvupóstar eigi eftir að verða birtir í tengslum við Samherjamálið. Jóhannes kom miklu magni gagna til Wikileaks sem urðu kveikjan að umfjöllun um starfsemi Samherjasamtæðunnar í Namibíu. Hann segir að líf sitt hafi breyst mikið eftir að hann hætti störfum hjá Samherja fyrir um þremur árum og að við hafi tekið mikil rússíbanareið. Rætt var við Jóhannes um Samherjaskjölin í Kastljósi RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefÞar greindi Jóhannes frá því að hann væri mjög hrifinn af því hvernig tekið hafi verið á málinu í Namibíu og að hann beri traust til embættis héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Hann hefur ekki stöðu uppljóstrara hér á landi líkt og í Namibíu og segist hafa sætt sig við það að aðgerðum hans geti fylgt persónulegar afleiðingar. Segir yfirlýsingar Samherja ekki standast skoðun Ein fyrstu viðbrögð Samherja við umfjöllun um starfsemi félagsins í Namibíu voru að skella allri hugsanlegri skuld á Jóhannes sjálfan. Þá var gefið út að árið 2016 hafi félagið hafið rannsókn á störfum Jóhannesar þar í landi vegna gruns um að hann hafi flækt félagið í ólöglega starfsemi. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Samherja segir Jóhannes þær vera skrítnar og að þær standist ekki skoðun. „Til dæmis málið sem er núna í Namibíu þar sem búið er að handtaka þessa sex hákarla, eitt mál er að þeir hafi þegið mútur frá Samherja upp á átta hundruð og eitthvað milljónir íslenskar. Ég er bara ábyrgur fyrir einhverjum tuttugu til þrjátíu prósentum af þeim.“ Vill hann meina að eftir að hann hætti þar störfum árið 2016 hafi starfsemin haldið áfram og færst í vöxt. Boðar birtingu fleiri tölvupósta Þegar Jóhannes er spurður út í þá fullyrðingu Samherja að hann hafi einungis birt hluta af tölvupóstum sínum og handvalið pósta til birtingar, fullyrðir Jóhannes að allir hans tölvupóstar og gögn hafi verið afhentir rannsóknaraðilum á Íslandi og í Namibíu. Hann segir að Wikileaks hafi einungis birt pósta sem snúi að þessu tiltekna máli en hafi samt sem áður alla sína pósta undir höndum. „Það verða birtir fleiri póstar, mér finnst það þá líka kannski bara vera ágætt að Samherji sýni þennan vilja. Þeir ættu þá bara að afhenda alla pósta til héraðssaksóknara og þá frá 2011 þegar byrjað er að vinna í Namibíu.“
Samherjaskjölin Sjávarútvegur WikiLeaks Tengdar fréttir Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13 Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Jóhannes grunar að eitrað hafi verið fyrir sér eftir starfslokin hjá Samherja Þessu greinir Jóhannes frá í viðtali við sjónvarpsstöðina Al Jazeera, sem birti í dag umfangsmikla umfjöllun sína um Samherjamálið í Namibíu undir titlinum "The Anatomy of a Bribe“. 1. desember 2019 11:13
Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár. 11. desember 2019 15:55
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera "fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56