Innlent

Brotist inn í fimmtán geymslur í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er vitað hverju var stolið.
Ekki er vitað hverju var stolið. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í fimmtán geymslur í fjölbýlishúsi í Hlíðunum á níunda tímanum í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað hverju var stolið. Þá eru ekki frekari upplýsingar veittar um málið.

Þá klippti lögregla í þrígang skráningarnúmer af bílum ótryggðra ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru tveir ökumannanna grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.