Innlent

Brotist inn í fimmtán geymslur í Hlíðunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ekki er vitað hverju var stolið.
Ekki er vitað hverju var stolið. Vísir/vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í fimmtán geymslur í fjölbýlishúsi í Hlíðunum á níunda tímanum í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu segir að ekki sé vitað hverju var stolið. Þá eru ekki frekari upplýsingar veittar um málið.Þá klippti lögregla í þrígang skráningarnúmer af bílum ótryggðra ökumanna í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru tveir ökumannanna grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.