Fyrrverandi þingmenn efna til söfnunar fyrir Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 19:45 Hópurinn skorar einnig á fyrirtæki, félagahópa og stofnanir og biður um að leggja sitt að mörkum. Getty/Barcroft Media Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins. Namibía Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
Alþjóða Rauði krossinn mun á næstu dögum birta ákall til þjóða heimsins og landsfélaga sinna um að bregðast skjótt við neyðarkalli frá Namibíu. Áætlað er að um 290 þúsund manns þurfi þar á bráðri aðstoð að halda vegna mikilla þurrka. Ætlunin er að safna fé sem Rauði krossinn geti nýtt beint í neyðaraðstoð þar í landi, er fram kemur í tilkynningu. Ákall Rauða krossins kemur í kjölfar þess að Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson og Hjálmar Árnason, fyrrverandi alþingismenn, og Kristján Hjálmarsson almannatengill leituðu eftir samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi (RKÍ) vegna ástandsins í landinu. Segja þau að þeim finnist það „skylda okkar sem þjóðar að svara þessu brýna ákalli með myndarlegri söfnun.“ Forystufólk RKÍ er sagt hafa brugðist vel við beiðninni og í kjölfarið fundað með forystu Rauða krossins í Namibíu. „Ísland hefur um árabil staðið fyrir glæsilegri þróunaraðstoð til Namibíu undir forystu Þróunar- og samvinnustofnunar. Nú ber svo við að neyðarkall berst frá Namibíu. Þúsundir þjást í sunnanverðri Afríku vegna mikilla þurrka með tilheyrandi skorti á fæðu og vatni. Ef ekkert er að gert munu þúsundir deyja,“ segir í tilkynningunni frá hópnum. Þau skora á íslenska þjóð að bregðast vel við ákallinu frá Namibíu. „Allt fé sem safnast verður nýtt til að efla landbúnað, auka aðgengi að vatni auk peninga- og matargjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrkunum í Namibíu, en megin áhersla Rauða krossins næstu vikurnar er aðstoða um 15.000 manns í Namibíu sem eru í bráðri þörf á aðstoð.“Hægt er að styðja við söfnunina með því að senda SMS-ið NAMIBIA í númerið 1900 og styðja hana þannig um 900 krónur. Einnig er hægt að leggja beint inn á söfnunarreikning Rauða krossins nr. 0342-26-12, kt. 530269-2649 eða nálgastfrekari upplýsingar á síðu Rauða krossins.
Namibía Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira