Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Eiður Þór Árnason skrifar 12. desember 2019 22:11 Búið var að vera rafmagnslaust á svæðinu í hátt í þrjátíu klukkutíma þegar rafmagn kom aftur á um tíu í gærkvöldi. Samsett/Aðsend Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar. Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu sínu í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. Hann segist ekki vita hvað hún hafi verið lengi undir fönn en óveður gekk yfir svæðið í hátt í tvo sólarhringa. Magnús ólst upp í dalnum og efast að hann hafi áður séð annað eins veður. Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á Stóru-ÁsgeirsáAðsend Stoppaði hann og sagði honum að vitja hestanna Í gærmorgun fann hann fyrst tíu hross föst í snjónum þegar hann fór út að gefa hrossunum sínum en þau dreifast á hátt í þúsund hektara jörð. „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það. En það hnippti einhver í mig þegar ég var búinn með morgungjöfina í gær,“ sagði Magnús í samtali við Vísi en enginn var þá á bænum fyrir utan hann sjálfan og hundinn hans. „Ég var að labba inn í hús, þá bara stoppaði mig einhver og sagði „vitjaðu hestanna“ og ég sneri við og horfði upp eftir og sá stóðið.“ Hann rauk þá upp í bíl og kom að tíu hrossum sem voru föst í snjóskafli. Honum gekk vel að losa hrossin og kom þeim upp úr snjónum með hjálp nágranna. Eftir það sá hann engin fleiri í skaflinum og var viss um að þau hafi öll komist heilu og höldnu undan óveðrinu. Fannst á kafi í snjó „Síðan í morgun þá fer ég um leið í birtingu aftur af stað og ætlaði að vitja hrossanna aftur. Ég var búinn með morgungjafirnar og þegar ég fer upp eftir þá sé ég stóðið þarna fyrir ofan í góðum gír og á góðum stað.“ Eftir það ákvað hann skyndilega að athuga aftur með snjóskaflinn þar sem hrossin fundust morguninn áður og brá mjög í brún.„Þar sé ég bara í nös. Einhverra hluta vegna þá tók ég með mér skófluna. Ég veit ekki af hverju, ég tók bara með skófluna og þá hringi ég bara í einn nágrannann og síðan bara hefst baráttan.“ „Við mannfólkið værum löngu dauð“ Þarna labbaði hann beint að merinni Freyju sem var svo mikið sem á kafi í snjó. Magnús fann fljótlega lífsmark og hringdi þá strax í nágranna sína sem komu með dráttarvél og hjálpuðu honum að moka Freyju úr skaflinum með miklu erfiði. „Við hjálpuðumst að, settum hana í skófluna á dráttarvélinni og komum henni inni í hús.“ „Við náðum merinni inn en hún var náttúrlega mjög eftir sig eftir þetta. Við mannfólkið værum löngu dauð. En það er lífsvilji í henni og hún er bara að braggast. En það er ekkert grín að lenda í þessu.“Hann segir að honum hafi liðið skelfilega þegar hann kom að henni í morgun og að það hafi verið mjög erfitt að sjá hana í þessu ásigkomulagi. Skilur ekki hvernig þau lentu á þessum stað Magnús segist ekki skilja hvernig hrossin lentu á þessum tiltekna stað. Þau hafi verið á mikilli hreyfingu og almennt hafi ekki verið mikill snjór á landinu hans. „Það er skjól þarna fyrir öllum áttum og ég meina þetta var bara eini skaflinn sem hægt var að velja á um þúsund hektara jörð sem að þau voru að bröltast einhvern veginn yfir.“ Hann segir að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll. Einnig telur hann að þau hefðu mörg hver tekið mjög illa í slíkar tilfæringar.
Dýr Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira