Innlent

150 þúsund króna aukakostnaður við dagsferð í Jökulsárlón

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðamaðurinn ætlaði að tryggja að hann næði að virða náttúruperluna fyrir sér í dagsbirtu.
Ferðamaðurinn ætlaði að tryggja að hann næði að virða náttúruperluna fyrir sér í dagsbirtu. Mahkeo

Erlendur ferðamaður nokkur steig bensínið í botn á Suðurlandsvegi í gærmorgun á leið sinni að hinni vinsælu perlu Jökulsárlóni.

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að hún hafi stöðvað kappann fyrir ofan hraðan akstur. Ók hann bíl sínum á 142 kílómetra hraða á Mýrdalssandi fyrir austan Vík í Mýrdal en eins og gefur að að skilja er það nokkuð og gott betur umfram 90 kílómetra hámarkshraðann á svæðinu.

Hálkublettir voru í vegaköntum á þessum slóðum þar sem brotið átti sér stað en ferðamaðurinn ók fólksbíl sem hann hafði tekið á leigu hér á landi.

Kvaðst ferðamaðurinn vera að drífa sig í Jökulsárlón en hann væri í dagsferð frá Reykjavík og því hefði hann knappan tíma í dagsbirtunni.

Ökumaðurinn þurfti að reiða fram 150 þúsund krónur í sektargreiðslu fyrir brot sitt og ljóst að ferðin í Jökulsárlón reyndist margfalt dýrari en hann hafði lagt upp með. Aðspurður kvaðst ferðamaðurinn ekki hafa ekið í vetrarfærð áður og lofaði að aka miðað við aðstæður hér eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.