Innlent

Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði í morgun.
Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði í morgun. ja.is

Eldur kom upp í frystihúsi Ramma á Siglufirði í morgun. Ámundi Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir að vinnu sé að ljúka á vettvangi og lögreglan tekin við málinu.

Eldurinn var ekki mikill að sögn Ámunda. Það sem bjargaði málum hefði verið vatnsúðakerfi hússins sem fór í gang og náði að halda eldinum niðri.

Ámundi segir að starfsmenn hafi orðið varir við eldinn vegna vatnsúðakerfisins þegar komið var til vinnu í morgun. Enginn var í hættu og segir Ámundi að þetta hafi farið miklu betur en það hefði getað farið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.