Tala látinna komin í sextán Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:56 Lögreglan segist ætla að gera sitt besta til að finna þá stvo sem enn er saknað. GETTY/Almannavarnir Nýja-Sjálands. Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi. Nýja-Sjáland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi.
Nýja-Sjáland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira