Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 10:23 Stjórn læknaráðs er skipuð læknum frá öllum sviðum spítalans auk fulltrúa deildarlækna. Læknaráð Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. „Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt,“ segir í ályktun ráðsins. Setja þurfi upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skuli grípa til viðeigandi ráðstafana. „Læknaráð hefur undanfarin ár ályktað um ýmis efni sem hafa valdið auknu álagi og/eða stuðlað að minni starfsánægju meðal lækna. Þar má nefna víðtækar sparnaðaraðgerðir, skipuritsbreytingar, vinnu við jafnlaunavottun, langa biðlista eftir rannsóknum og skurðaðgerðum, frestanir á skurðaðgerðum, ástand á bráðamóttöku, ófullnægjandi húsnæði, faglega ábyrgð yfirlækna, lyfjaskort, mannauðsmál, innleiðingu nýrra og ófullgerðra skráningarkerfa, starfsskilyrði og aðstöðu til iðkunar vísinda,“ segir í ályktuninni. Aukin umræða hafi verið um óhóflegt álag og í kjölfar þess kulnun í starfi sem hafi því miður gætt í vaxandi mæli meðal lækna. „Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans með því að ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað þeirra. Ábyrgð á starfsemi Landspítalans, þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum sem ber að tryggja að fjármögnun starfseminnar sé í samræmi við verkefni hennar og hlutverk.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira
Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. „Eins og kunnugt er hefur álag á mörgum deildum spítalans verið mikið og vaxandi undanfarin ár. Margumrædd skýrsla McKinsey frá árinu 2016 benti á mikilvægi þess að taka mönnun klínískra starfstétta til endurskoðunar. Fram kom í skýrslunni að læknar Landspítala sinntu fleiri heimsóknum og innlögnum á hvert stöðugildi en erlend samanburðarsjúkrahús og að hlutfall lækna af heildarmannafla Landspítala væri lágt,“ segir í ályktun ráðsins. Setja þurfi upp viðmið fyrir hámarksfjölda sjúklinga á hvern lækni sem gæðavísi fyrir þjónustu. Fari hlutfallið yfir ákveðin mörk skuli grípa til viðeigandi ráðstafana. „Læknaráð hefur undanfarin ár ályktað um ýmis efni sem hafa valdið auknu álagi og/eða stuðlað að minni starfsánægju meðal lækna. Þar má nefna víðtækar sparnaðaraðgerðir, skipuritsbreytingar, vinnu við jafnlaunavottun, langa biðlista eftir rannsóknum og skurðaðgerðum, frestanir á skurðaðgerðum, ástand á bráðamóttöku, ófullnægjandi húsnæði, faglega ábyrgð yfirlækna, lyfjaskort, mannauðsmál, innleiðingu nýrra og ófullgerðra skráningarkerfa, starfsskilyrði og aðstöðu til iðkunar vísinda,“ segir í ályktuninni. Aukin umræða hafi verið um óhóflegt álag og í kjölfar þess kulnun í starfi sem hafi því miður gætt í vaxandi mæli meðal lækna. „Læknaráð ítrekar því fyrri ályktanir um að mæta þurfi vaxandi eftirspurn eftir þjónustu spítalans með því að ráða fleiri lækna og bæta aðbúnað þeirra. Ábyrgð á starfsemi Landspítalans, þjónustu við sjúklinga og öryggi þeirra liggur hjá heilbrigðisyfirvöldum sem ber að tryggja að fjármögnun starfseminnar sé í samræmi við verkefni hennar og hlutverk.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Sjá meira