Mýsnar leika sér meðan jólakötturinn Vigdís er höfð í fríi Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 15:49 Nú blasir við að borgarfulltrúar eru að fara í mánaðarlangt jólafrí. Vigdísi þykir það heldur vel í lagt. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira