Sonurinn vildi „óvenjulegt“ frí svo hún fór með hann til Íslands Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 21:39 Claudia Winkelman er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Vísir/getty Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu. Bretland Íslandsvinir Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Breska sjónvarpsstjarnan Claudia Winkelman er stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Instagram. Winkelman stýrir raunveruleikaþættinum Strictly Come Dancing, breskri fyrirmynd hinnar íslensku þáttaraðar Allir geta dansað sem sýnd er á Stöð 2. Winkelman, sem breskir fjölmiðlar segja afar sparsama á opinberar færslur og yfirlýsingar um einkalíf sitt, birti sjaldséða mynd af syni sínum, Jake, á Instagram í dag. „Sá sextán ára sagði að hann myndi aðeins koma í frí með mér ef það væri „óvenjulegt“. Við erum ástfangin af þér, Ísland,“ skrifaði Winkelman við myndina, þar sem Jake sést virða fyrir sér íslenska sólarupprás. Þá birtir hún aðra mynd í svokölluðu „story“ af syni sínum horfa yfir Bláa lónið. View this post on Instagram 16 year old said he'd only come away with me if it was "unusual". We are in love with you Iceland. A post shared by Claudia Winkleman (@claudiawinkle) on Dec 19, 2019 at 2:37am PST Í frétt breska dagblaðsins Hello Magazine segir að Winkelman sé stödd hér á landi ásamt fjölskyldu sinni; eiginmanni sínum, Kris Thykier, og börnum þeirra, áðurnefndum Jake, Matildu og Arthur. Winkelman ætti að vera Bretum flestum kunnug en eins og áður segir er hún kynnir í þáttaröðinni Strictly Come Dancing, sem sýnd er á BBC One. Hún hefur einkum sinnt slíkum kynnastörfum í gegnum tíðina en hefur einnig getið sér gott orð sem gestur í fjölmörgum breskum umræðuþáttum, sem og á sviði útvarps og blaðamennsku. Hún er hæst launaða konan sem starfar hjá breska ríkisútvarpinu.
Bretland Íslandsvinir Mest lesið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Rene Kirby er látinn Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Lífið Pamela smellti kossi á Neeson Lífið Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Menning „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ísland fyrst Norðurlanda með EMotorad rafmagnshjól Lífið samstarf Fleiri fréttir Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“