Vill vita hvort kafbátaleitarflugvélar hafi stuðlað að metári í hvalreka Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2019 12:18 Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Vísir/Vilhelm Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“ Dýr Varnarmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Síðustu tvö ár hafa verið metár þegar kemur að hvalreka hér á landi. Þingmaður vill vita hvort öflug kafbátaleit á Íslandsmiðum hafi eitthvað með málið að gera. Síðustu 10 ára hafa 400 hvalir rekið á land á Íslandi. Af þeim 400 hafa 200 rekið á land síðastliðin tvö ár. Í september síðastliðnum spurði þingmaðurinn Andrés Ingi Jónsson út í tengsl skipaumferðar á hvali og þá sérstaklega hvort öflug hljóðsjármerki frá herskipum og kafbátum hefðu áhrif þar á. Sömuleiðis spurði hann hvort notkun hljóðsjárbauja við kafbátaleit hefði áhrif.Frá sjávarútvegsráðuneytinu fengust þau svör að fjölþjóðleg rannsókn standi yfir þar sem reynt er að kanna orsakir óvenjulegs fjölda hvalreka á árinu 2018 á ströndum margra landa við Norðaustur Atlantshaf, þar á meðal hér við land. Í því sambandi væri meðal annars litið til viðveru herskipa og heræfinga sem fram fóru sumarið 2018. Erfiðlega hefði þó gengið að afla upplýsinga frá hernaðaryfirvöldum.Andrés Ingi Jónsson er þingmaður utan flokka í dag.Vísir/VilhelmAndrés hefur því lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um hversu oft flugvélar hafa haldið til kafbátaleitar frá Keflavíkurflugvelli hvert undanfarinnar fimm ára?. Hversu mörgum hljóðsjárbaujum er að jafnaði dreift í slíkum ferðum? hver tíðni og styrkur þess hljóðs sem hljóðsjárbaujurnar gefa frá sér og hversu lengi hljóðið varir? Og hvort áhrif kafbátaleitar með flugvélum á lífríki sjávar, þá sérstaklega á hvalategundir sem nota hátíðnihljóð til að rata um hafið, hafi verið kannað? „Það sem mig langaði að fá fram með þessari nýju fyrirspurn er að sjá hvort kafbátaleitarflugvélarnar, sem hafa haft fasta viðdvöl síðastliðin þrjú ár, hvort þær geti mögulega spilað eitthvað inn í þetta. Kafbátaleitarflugvél virkar þannig að vélin flýgur lágt yfir haffletinum og er að drita niður baujum sem senda frá sér hljóðsármerki eins og hvalir nota til að rata um sjóinn. Þannig að það geti vel verið að það geti haft eitthvað um það að segja að hvalirnir villist af leið og gangi á land,“ segir Andrés Ingi. Gífurlegur leyndarhjúpur er þó yfir öllu sem tengist hernaðarlegum upplýsingum. „Þannig að það eru einhver mörk þarna á milli þess sem er hægt að segja opinberlega og því sem er ekki hægt. En ég vona að þessu verði svarað eins mikið og mögulega er hægt því grundvallar spurningin hlýtur að vera eitthvað sem stjórnvöld vilja svara. Það að herinn sé að drita hávaðabaujum í kringum landið sé að smala hvölum á land.“
Dýr Varnarmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira