Réðst tvisvar á sama manninn og hótaði lögreglumanni lífláti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 14:45 Frá Selfossi þar sem dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. vísir/vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist tvisvar á sama manninn á tæplega tveggja mánaða tímabili árið 2017. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni lífláti tveimur árum áður.Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 9. júlí 2017 á Selfossi fellt brotaþolann í jörðina þar sem hann hélt honum niðri, þrýsti hné sínu að munnsvæði fórnarlambsins með þeim afleiðingum að það hlaut bólgna vör og tvær gervitennur losnuðu úr gervigómi.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa þann 20. ágúst sama ár hrint sama manni inni á skemmtistað á Selfossi. Var honum gefið að sök að hafa rekið hné sitt í andlit hans eim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og sár á nefhrygg.Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. júlí 2015, á lögreglustöðinni á Selfossi, ítrekað hótað lögreglumanni sem var við skyldustörf, lífláti. Maðurinn játaði sök hvað varðar þessa ákæru en neitaði sök í líkamsárásarmálunum. Sagði brotaþola hafa „byrjað með einhver leiðindi“ Maðurinn gaf þá skýringu varðandi fyrri líkamsárásina að hann og brotaþoli hafi átt einhver orðaskipti. Brotaþolinn hafi „byrjað með einhver leiðindi og ýtt eitthvað“ við honum. Þá hafi hann tekið brotaþolann niður. Kannaðist hann ekki við að hafa þrýst hné sínu að munnsvæði brotaþolans. Þá sagðist hann muna lítið eftir síðari líkamsárásinni fyrir utan það að hann hafi hitt brotaþola. Taldi hann að ef það væri rétt sem honum var gefið að sök að hafa gert myndi hann muna það. Fyrir dómi kannaðist hann við að hafa verið að rífast við brotaþola og að hafa „rifið eitthvað í hann“. Brotaþoli lýsti þó málavöxtum á aðra leið. Hann hafi verið á leið til vinar síns og þá heyrt hróp og köll á eftir sér. Þar hafi hinn ákærði verið að verki og tjáð sér að hann ætlaði að berja brotaþola fyrir að hafa stungið undan manni. Því næst hafi ákærði slegið brotaþola niður. Lýsti brotaþoli einnig hvernig hann hafi verið nýbúinn að kasta af sér vatni á salerni skemmtistaðarins þegar ákærði kom inn og krafðist þess að hann myndi draga til baka ákæruna í fyrra málinu. Svo hafi hann ráðist á sig.Lögreglan skarst í leikinn.Vísir/VilhelmLjóst að gervitennur losni ekki af sjálfu sér Í dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu var einkum litið til þess að gervitennur mannsins hafi losnað og að ljóst sé að „gervitennurnar losnuðu ekki úr gervigóminum af sjálfsdáðum“. Með hliðsjón af þessu og framburði málsaðila væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa ráðist á brotaþola þann 9. júlí 2017. Þá þótti héraðsdómi sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa rekið hné sitt í andlit brotaþolans á salerninu. Var þar meðal annars litið til Snapchat-skilaboða sem maðurinn hafði sent félaga sínum um að „einn „aumingi“ hafi fengið hné“ ákærða í andlit sitt. Ekki var þó hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi hrint brotaþola, þar sem þeir einir væru til frásagnar um það. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að nokkuð væri liðið frá brotum mannsins. Þótti því hæfilegt að dæma manninn í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf maðurinn einnig að greiða fórnarlambinu 350 þúsund krónur í bætur vegna málsins auk 750 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þá þarf hann einnig að greiða 746 þúsund krónur vegna sakarkostnaðar. Árborg Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist tvisvar á sama manninn á tæplega tveggja mánaða tímabili árið 2017. Var hann einnig dæmdur fyrir að hafa hótað lögreglumanni lífláti tveimur árum áður.Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þann 9. júlí 2017 á Selfossi fellt brotaþolann í jörðina þar sem hann hélt honum niðri, þrýsti hné sínu að munnsvæði fórnarlambsins með þeim afleiðingum að það hlaut bólgna vör og tvær gervitennur losnuðu úr gervigómi.Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa þann 20. ágúst sama ár hrint sama manni inni á skemmtistað á Selfossi. Var honum gefið að sök að hafa rekið hné sitt í andlit hans eim afleiðingum að hann hlaut bólgu og mar fyrir ofan hægri augabrún og sár á nefhrygg.Auk þess var maðurinn ákærður fyrir að hafa aðfaranótt sunnudagsins 12. júlí 2015, á lögreglustöðinni á Selfossi, ítrekað hótað lögreglumanni sem var við skyldustörf, lífláti. Maðurinn játaði sök hvað varðar þessa ákæru en neitaði sök í líkamsárásarmálunum. Sagði brotaþola hafa „byrjað með einhver leiðindi“ Maðurinn gaf þá skýringu varðandi fyrri líkamsárásina að hann og brotaþoli hafi átt einhver orðaskipti. Brotaþolinn hafi „byrjað með einhver leiðindi og ýtt eitthvað“ við honum. Þá hafi hann tekið brotaþolann niður. Kannaðist hann ekki við að hafa þrýst hné sínu að munnsvæði brotaþolans. Þá sagðist hann muna lítið eftir síðari líkamsárásinni fyrir utan það að hann hafi hitt brotaþola. Taldi hann að ef það væri rétt sem honum var gefið að sök að hafa gert myndi hann muna það. Fyrir dómi kannaðist hann við að hafa verið að rífast við brotaþola og að hafa „rifið eitthvað í hann“. Brotaþoli lýsti þó málavöxtum á aðra leið. Hann hafi verið á leið til vinar síns og þá heyrt hróp og köll á eftir sér. Þar hafi hinn ákærði verið að verki og tjáð sér að hann ætlaði að berja brotaþola fyrir að hafa stungið undan manni. Því næst hafi ákærði slegið brotaþola niður. Lýsti brotaþoli einnig hvernig hann hafi verið nýbúinn að kasta af sér vatni á salerni skemmtistaðarins þegar ákærði kom inn og krafðist þess að hann myndi draga til baka ákæruna í fyrra málinu. Svo hafi hann ráðist á sig.Lögreglan skarst í leikinn.Vísir/VilhelmLjóst að gervitennur losni ekki af sjálfu sér Í dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu var einkum litið til þess að gervitennur mannsins hafi losnað og að ljóst sé að „gervitennurnar losnuðu ekki úr gervigóminum af sjálfsdáðum“. Með hliðsjón af þessu og framburði málsaðila væri hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um að hafa ráðist á brotaþola þann 9. júlí 2017. Þá þótti héraðsdómi sannað að ákærði hafi gerst sekur um að hafa rekið hné sitt í andlit brotaþolans á salerninu. Var þar meðal annars litið til Snapchat-skilaboða sem maðurinn hafði sent félaga sínum um að „einn „aumingi“ hafi fengið hné“ ákærða í andlit sitt. Ekki var þó hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærði hafi hrint brotaþola, þar sem þeir einir væru til frásagnar um það. Í dómi héraðsdóms segir að við ákvörðun refsingar hafi verið litið til þess að nokkuð væri liðið frá brotum mannsins. Þótti því hæfilegt að dæma manninn í tveggja mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára. Þá þarf maðurinn einnig að greiða fórnarlambinu 350 þúsund krónur í bætur vegna málsins auk 750 þúsund krónur vegna málskostnaðar. Þá þarf hann einnig að greiða 746 þúsund krónur vegna sakarkostnaðar.
Árborg Dómsmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira