Innlent

„Hefðbundnara desemberveður“ á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Búast má við éljagangi víða á landinu á morgun.
Búast má við éljagangi víða á landinu á morgun. Vísir/vilhelm
Í dag má víða búast við rigningu sem verður að slyddu um vestanvert landið í kvöld þegar kólnar. Á morgun stefnir í éljagang víða um land, að undanskildu norðaustanverðu landinu, sem ætti að haldast þurrt.„Því má búast við hefðbundnara desemberveðri á morgun en er búið að vera síðustu daga þar sem mildar suðlægar áttir hafa ráðið ríkjum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.Þá hefur gul viðvörun vegna vinds verið í gildi norðaustanlands, einkum nærri Tröllaskaga, síðan í gær. Sú viðvörun rennur út nú klukkan níu.Á fimmtudag og föstudag er svo útlit fyrir norðlæga átt og vetrarveður á norðanverðu landinu með köldu veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Suðlæg átt 5-10 m/s, en vestan strekkingur með S-ströndinni. Éljagangur víða, en bjart með köflum NA-til. Kólnandi, frost 0 til 7 stig seinni partinn.Á fimmtudag og föstudag:

Snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum norðanlands, en yfirleitt þurrt og bjart syðra. Frost 1 til 10 stig.Á laugardag:

Vaxandi austlæg átt með snjókomu í fyrstu, en síðan slyddu eða jafnvel rigningu. Lengst af þurrt NA-lands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust með suðurströndinni.Á sunnudag:

Austanátt með snjókomu eða rigningu, en þurrt að kalla um landið NA-vert. Hiti 0 til 5 stig.Á mánudag:

Útlit fyrir suðlæga átt og úrkomu með köflum. Hiti breytist lítið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.