Innlent

Björn Leví flytur spillingarsögurnar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sést hér tala fyrir framan fólk. Það ætlar hann sér einnig að gera í Iðnó á fimmtudag.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sést hér tala fyrir framan fólk. Það ætlar hann sér einnig að gera í Iðnó á fimmtudag. Vísir/vilhelm

Nafnlausar spillingarsögur, sem Píratar hafa safnað undanfarinn hálfan mánuð, verða kynntar á málfundi flokksins í Iðnó á fimmtudag. Þar verður spilling á Íslandi til umfjöllunar og ætla Píratar sér að reyna að kortleggja umfang hennar í íslensku samfélagi.

Það fellur í skaut Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, að lesa upp úr umræddum spillingarsögum. Björn Leví var hvatamaðurinn að söfnun þeirra og sagði hann í útvarpsþættinum Harmageddon í dag að hann áætli að sögurnar séu í kringum 160 sem stendur. Hann segist ætla að „taka smá syrpu“ upp úr sögunum á fimmtudag, en býst þó ekki við að verða með neinn leiklestur.

Sjá einnig: Safnar sögum af hótunum og spillingu

Spillingarsögurnar eru nafnlausar og sagði Björn Leví við Vísi á sínum tíma að hann hafi sótt innblástur í MeToo-byltinguna. Uppsetning þeirrar upplýsingasöfnunar hafi gefist vel til að leiða hluti fram í dagsljósið sem ekki höfðu heyrst áður.

Auk Björns Levís munu Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Smári McCarthy, þingmenn Pírata, ræða ólíkar birtingarmyndir spillingar á fundinum. Nánari upplýsingar um fundinn má nálgast með því að smella hér en í spilaranum að neðan má hlýða á spjall Harmageddon við Björn Leví.


Tengdar fréttir

Safnar sögum af hótunum og spillingu

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sett upp síðu þar sem hann safnar íslenskum sögum af hótunum atvinnuveitenda og spillingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.