Stundar loksins áhyggjulaust kynlíf þökk sé einni pillu á dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2019 14:00 Páll Óskar Hjálmtýsson segir að honum líði eins og hann sé að lifa lífinu upp á nýtt. Vísir/Vilhelm Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan. Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Um 140 karlmenn á Íslandi sem stunda kynlíf með karlmönnum taka daglega inn lyfið Truvada, betur þekkt af mörgum sem PrEP. Um er að ræða forvörn gegn HIV smiti. Landspítalinn hóf tilraunaverkefni í júní 2018 um notkun lyfsins og lyfjagreiðslunefnd samþykkti niðurgreiðslu þess. Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari er einn þeirra sem tekur lyfið inn daglega og segist í viðtali við Fréttablaðið í dag hafa verið algjörlega öruggur um kynheilbrigði sitt síðan. Truvada kom fyrst á markað árið 2012. Um er að ræða hleðslulyf sem myndar varnarvegg við HIV-smiti. Auk þess að taka inn pilluna fara notendur í skoðun á þriggja mánaða fresti. „Ég er prófaður fyrir HIV, sýfilis, klamýdíu, lekanda og fleiri kynsjúkdómum, sem ég annars tékkaði á kannski á 6 mánaða til árs fresti. Ég fæ ekki að taka PrEP eftirlitslaust og eftirlitið skiptir hér gríðarlegu máli,“ segir Páll Óskar við Fréttablaðið.Truvada hefur verið á markaði frá árinu 2012. Tilraunaverkefni Landspítalans hefur staðið yfir í um átján mánuði.„Þessu fylgir mikið frelsi. Ég hef engar áhyggjur af sjálfum mér eða að smita bólfélaga minn. Loks núna er ég að fá að lifa áhyggjulausu lífi, sem ég hef ekki fengið að lifa síðan 1987. Óttinn við HIV orðinn fullkomlega ástæðulaus.“ Kostnaður við lyfið er mikill en að fullu niðurgreitt fyrir þá 140 sem taka þátt í tilraunaverkefni Landspítalans. Páll Óskar ræddi málin í framhaldinu í Morgunútvarpinu og sagði lyfið hafa losað um þrjátíu ára gamlan hnút í maganum eftir að hann fór að taka lyfið. „Þú getur ímyndað þér hvaða áhrif það hefur á sálarlíf þitt. Að fá að upplifa áhyggjulaust kynlíf,“ segir hann. „Þetta er eins og að fá tækifæri til að lifa lífinu upp á nýtt.“ Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, ráðleggur samkynhneigðum mönnum að nota áfram smokka þó að þeir séu á lyfinu. Enda sé enn hætta að smitast af öðrum kynsjúkdómum. Bryndís Sigurðardóttir læknir fjallaði um Truvada á málstofu HIV Íslands á Alþjóðlega Alnæmisdeginum 1. desember 2017. Erindið má sjá hér að neðan.
Heilbrigðismál Hinsegin Kynlíf Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira