Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:45 Leikmenn Gróttu fagna sigri í Inkasso deildinni síðasta haust. Mynd/S2 Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira