Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2019 06:25 Skjáskot af forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ritstjórinn skrifar fréttina en annars eru síður blaðsins auðar. Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39