Fótbolti

Lars með Noreg til ársins 2022

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lars léttur í bragði.
Lars léttur í bragði. vísir/getty
Lars Lagerbäck hefur framlengt samning sinn sem landsliðsþjálfari Noregs en nýr samningur Svíans gildir til ársins 2022.

Samningur Lars við Noreg átti að renna út eftir umspilsleikina um laust sæti á EM 2020 í mars eða eftir EM, myndi þeim takast að tryggja sér sæti á mótinu, en nú hefur hann verið framlengdur.

Hann gildir nú til ársins 2022, út undankeppni HM 2022, en tryggi Noregur sér sæti á HM í Katar verður Lars við stjórnvölinn það sumarið.

Hinn 71 árs Lagerbäck hefur tekið Noreg úr 81. sæti á FIFA-listanum og upp í það 44. Noregur mætir Serbíu í undanúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar um laust sæti á EM 2020 en Skotland eða Ísrael bíður í úrslitaleiknum vinni liðið Serbíu.





„Það er gott að vinna hérna og það var erfitt með þennan leikmannahóp að segja nei. Ég hef haft gaman að því að vera landsliðsþjálfari Noregs. Hvað fótboltann varðar er þetta efnilegur og spennandi hópur,“ sagði Lars.

„Þetta er hópur sem á mikla möguleika að verða enn betri. Markmiðið er að komast á EM 2020 og svo einnig á HM 2022.“

Lars tók við Noregi árið 2017 en þar áður hafði hann eins og kunnugt er þjálfað íslenska landsliðið. Einnig hefur hann þjálfað landslið Svíþjóðar og Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×