Erlent

Norður-Kórea framkvæmdi „veigamikla“ tilraun

Andri Eysteinsson skrifar
Samtal milli ríkjanna hafa aukist síðustu ár.
Samtal milli ríkjanna hafa aukist síðustu ár. Getty/Handout
Norður-Kórea hefur framkvæmt „mjög veigamikla“ tilraun við gervihnattarskotstöð sína. Skotstöðin, Sohoe, er ein þeirra sem Bandaríkin hafa sagt Norður-Kóreu hafa lofað að loka.Ríkismiðill Norður-Kóreu, KCNA sagði að niðurstöður tilraunarinnar verði notaðar til þess að efla stöðu ríkisins. Engar frekari upplýsingar voru veittar. BBC greinir frá.Talið er líklegt að í tilrauninni hafi verið prófaðar vélar sem gætu knúið gervihnött eða eldflaug sem gæti náð yfir Kyrrahafið.Norður-Kórea hafði gefið Bandaríkjamönnum frest til nýs árs til þess að leggja fram tillögur að nýjum samningi um kjarnorkuafvopnun. Í gær sagði Kim Song, sendiherra Norður-Kórea gagnvart Sameinuðu þjóðunum að kjarnorkuafvopnun ríkisins hefði verið slegin af borðinu og væri ekki lengur til umræðu.Bandaríkjaforseti hefur þó greint frá því að hann sé enn vongóður um að samningar muni nást.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.