Innlent

Ó­hamingja og spilling í Víg­línunni

Atli Ísleifsson skrifar

Drengir eru óhamingjusamir í íslenska skólakerfinu, leiðist þar og eru líklegri en stúlkur til að geta ekki lesið sér til ánægju. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Þau ræða einnig um ástandið í stjórnmálunum almennt, ráðningu útvarpsstjóra og fleira.

Í seinni hluta þáttarins koma þingkonurnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir til að ræða mál ríkislögreglustjóra, Samherja og spillingu almennt. En Þórhildur Sunna hefur meðal annars setið í nefnd á Evrópuráðsþinginu sem gert hefur skýrslu um spillingarmál almennt.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.