Innlent

Tveggja þrepa hreinsistöð byggð á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá.
Í dag fer öll fráveita meira og minna óhreinsuð frá íbúum og fyrirtækjum á Selfossi beint út í Ölfusá. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

Nú hyllir undir að fráveitumál á Selfossi komist í gott lag því ætlunin er að byggja tveggja þrepa hreinsistöð en í dag fer skólpið frá íbúum óhreinsað út í Ölfusá. “Bráðnauðsynleg framkvæmd“ segir bæjarfulltrúi.
 
Fráveitumál á Selfossi hafa verið í miklum ólestri í gegnum árin því öll fráveita frá bæjarfélaginu fer meira og minna óhreinsuð út í Ölfusá, sem er jú vatnsmesta á landsins en ástandið er langt frá því að vera í lagi. Búið er að senda inn frummatsskýrslu um umhverfismat vegna nýju hreinsistöðvarinnar til Skipulagsstofnunar. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg er formaður Eigna og veitunefndar, sem hefur m.a. með fráveitumál að gera.
 
„Varðandi hreinsistöðina þá ætlum við að fara í tveggja þrepa hreinsun og að auki bæta ljósi á hana þannig að við komum til með að geta nánast drukkið vatnið, sem kemur úr þessari hreinsistöð. Þetta er svokallað Ultra Violet ljós, sem kemur til að drepa saurgerla“.
 
Tómas Ellert segir að bygging hreinsistöðvar á bökkum Ölfusár sé mjög nauðsynleg framkvæmd.
 
„Hún er bráðnauðsynleg og það er líka afar aðkallandi að ríkið komi á móts við sveitarfélögin í svona risa framkvæmdum því að mér finnst það skjóta skökku við að ríkið sé að hafa tekjur af fráveitum. Þá finnst mér að þeir ættu í minnsta lagið að fella niður virðisaukaskattinn af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga“.
 
 Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg og formaður Eigna og veitunefndar sveitarfélagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson.

En hvað kostar hreinsistöð fyrir Sveitarfélagið Árborg?
 
„Hreinsistöðin mun kosta þetta á bilinu einn og hálfur til tveir milljarðar króna. Vonandi náum við að klára hönnunina á stöðinni á næsta ári og getum þá hafið framkvæmdir 2021“, segir Tómas Ellert.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.