Brottvísun ófrísku albönsku konunnar í samræmi við markmið útlendingalaga að mati ráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 15:48 Mynd sem No Borders Iceland birtu af konunni þegar hún gekkst undir skoðun á spítala . Mynd/No borders iceland Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga og gildandi verklag „Útlendingastofnunar og stoðdeildar embættis ríkislögreglustjóra og áherslur stjórnvalda um mannúðlega og skilvirka meðferð í málefnum útlendinga hér á landi.“ Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Konan kom hingað til lands í október ásamt eiginmanni sínum og barni í byrjun október og var fjölskyldunni synjað um alþjóðlega vernd þann 11. október og hún flutt úr landi aðfaranótt 5. nóvember síðastliðinn. Brottvísun konunnar vakti nokkra reiði í samfélaginu eftir að samtökin No Borders Iceland og Réttur barna á flótta vöktu athygli á málinu.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Helga Vala spurði hver hafi tekið ákvörðun umbrottvísun konunnar en í svari dómsmálaráðherra segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra beri ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir Útlendingastofnunar um flutning umsækjenda til heimalands þeirra. Helga Vala spurði jafnframt hver taki ákvarðanir um að heimila brottvísun þungaðra kvenna, þrátt fyrir að þær hafi verið metnar í læknisskoðun á Landspítala óhæfar til að fljúga vegna áhættumeðgöngu og á hvaða grundvelli læknir Útlendingastofnunar geti tekið ákvörðun um útgáfu flugvottorðs, jafnvel án þess að læknisskoðun fari fram. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Í svari ráðherra segir að í tilviki albönsku konunnar hafi stoðdeild ríkislögreglustjóra haft samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annist þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og hafi þar fengið vottorð frá lækni um að konan væri ferðafær. „Vottorðið var gefið út 4. nóvember eða degi fyrir brottför í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Undir kvöld þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Við komu hennar aftur í búsetuúrræði sitt fengu starfsmenn stoðdeildar í hendur vottorð sem gefið hafði verið út á Landspítalanum skömmu áður. Þegar þeim varð ljóst að á því vottorði kæmi hvorki fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að flutningur viðkomandi úr landi á þessum tímapunkti myndi stefna öryggi hennar eða ófæddu barni í hættu var ákveðið að fresta flutningnum ekki,“ segir í svari ráðherra. Ráðherra geti þó ekki svarað því hvernig mat læknis eða heilbrigðisstarfsfólks fari fram þegar gefin eru út vottorð. Er þess þó getið að embætti landlæknis leiði nú vinnu við að yfirfara núgildandi verklag við útgáfu vottorða frá heilbrigðisyfirvöldum í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Svar Áslaugar Örnu við fyrirspurn Helgu Völu má finna í heild sinni hér. Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00 Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag 8. nóvember 2019 18:30 Mæður og óléttar konur hvattar til þess að mótmæla í dómsmálaráðuneytinu Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15. Mæður og óléttar konur eru sérstaklega hvattar til þess að mæta og mótmæla brottvísun albönsku fjölskyldunnar sem var vísað úr landi í vikunni. 7. nóvember 2019 18:30 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Að mati dómsmálaráðherra var framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi 36. viku meðgöngu í samræmi við markmið laga um útlendinga og gildandi verklag „Útlendingastofnunar og stoðdeildar embættis ríkislögreglustjóra og áherslur stjórnvalda um mannúðlega og skilvirka meðferð í málefnum útlendinga hér á landi.“ Þetta kemur fram í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Konan kom hingað til lands í október ásamt eiginmanni sínum og barni í byrjun október og var fjölskyldunni synjað um alþjóðlega vernd þann 11. október og hún flutt úr landi aðfaranótt 5. nóvember síðastliðinn. Brottvísun konunnar vakti nokkra reiði í samfélaginu eftir að samtökin No Borders Iceland og Réttur barna á flótta vöktu athygli á málinu.Sjá einnig: Segja að kasóléttri konu hafi verið vísað fyrirvaralaust úr landi Helga Vala spurði hver hafi tekið ákvörðun umbrottvísun konunnar en í svari dómsmálaráðherra segir að stoðdeild ríkislögreglustjóra beri ábyrgð á því að framkvæma ákvarðanir Útlendingastofnunar um flutning umsækjenda til heimalands þeirra. Helga Vala spurði jafnframt hver taki ákvarðanir um að heimila brottvísun þungaðra kvenna, þrátt fyrir að þær hafi verið metnar í læknisskoðun á Landspítala óhæfar til að fljúga vegna áhættumeðgöngu og á hvaða grundvelli læknir Útlendingastofnunar geti tekið ákvörðun um útgáfu flugvottorðs, jafnvel án þess að læknisskoðun fari fram. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Í svari ráðherra segir að í tilviki albönsku konunnar hafi stoðdeild ríkislögreglustjóra haft samband við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, sem annist þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, og hafi þar fengið vottorð frá lækni um að konan væri ferðafær. „Vottorðið var gefið út 4. nóvember eða degi fyrir brottför í samræmi við reglur flugfélaga um aldur slíkra vottorða. Undir kvöld þann sama dag fór konan á kvennadeild Landspítala og var útskrifuð eftir miðnætti. Við komu hennar aftur í búsetuúrræði sitt fengu starfsmenn stoðdeildar í hendur vottorð sem gefið hafði verið út á Landspítalanum skömmu áður. Þegar þeim varð ljóst að á því vottorði kæmi hvorki fram að fyrirhugaður flutningur væri óráðlegur né að flutningur viðkomandi úr landi á þessum tímapunkti myndi stefna öryggi hennar eða ófæddu barni í hættu var ákveðið að fresta flutningnum ekki,“ segir í svari ráðherra. Ráðherra geti þó ekki svarað því hvernig mat læknis eða heilbrigðisstarfsfólks fari fram þegar gefin eru út vottorð. Er þess þó getið að embætti landlæknis leiði nú vinnu við að yfirfara núgildandi verklag við útgáfu vottorða frá heilbrigðisyfirvöldum í málum umsækjenda um alþjóðlega vernd. Svar Áslaugar Örnu við fyrirspurn Helgu Völu má finna í heild sinni hér.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00 Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag 8. nóvember 2019 18:30 Mæður og óléttar konur hvattar til þess að mótmæla í dómsmálaráðuneytinu Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15. Mæður og óléttar konur eru sérstaklega hvattar til þess að mæta og mótmæla brottvísun albönsku fjölskyldunnar sem var vísað úr landi í vikunni. 7. nóvember 2019 18:30 Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00 Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12 Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26 Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að skoða hvað megi betur fara Dómsmálaráðherra er ánægð með að landlæknir og Útlendingastofnun ætli að skoða hvernig bæta megi ferla við heilsufarsmat á fólki sem bíði brottflutnings frá landinu. Einstaklingsbundið mat verði að liggja þar á bakvið en mikill fjöldi mála sé afgreiddur á hverju ári. 6. nóvember 2019 20:00
Kæra stjórnvöld vegna meðferðar á albönsku konunni Samtökin Réttur barna á flótta ætla kæra ríkislögreglustjóra, Útlendingastofnun og heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu fyrir mannréttindabrot sem þau telja að framin hafi verið á óléttu albönsku konunni sem vísað var úr landi í vikunni. Barnshafandi konur mótmæltu fyrir utan dómsmálaráðuneytið í dag 8. nóvember 2019 18:30
Mæður og óléttar konur hvattar til þess að mótmæla í dómsmálaráðuneytinu Boðað hefur verið til mótmæla í dómsmálaráðuneytinu á morgun klukkan 15. Mæður og óléttar konur eru sérstaklega hvattar til þess að mæta og mótmæla brottvísun albönsku fjölskyldunnar sem var vísað úr landi í vikunni. 7. nóvember 2019 18:30
Viðtal við albönsku konuna: Óttaðist um fjölskyldu sína og heilsu barnsins Albanska konan sem gengin er 36 vikur og var vísað úr landi í fyrrinótt segir reynsluna af brottvísuninni hafa verið hræðilega. 6. nóvember 2019 18:00
Segja brottvísunina ekki í samræmi við lög um mannúð Rauði krossinn harmar framkvæmd brottvísunar albönsku konunnar sem vísað var úr landi í gær. 6. nóvember 2019 14:12
Þingmenn fordæma meðferðina á albanskri konu Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata lýstu vanþóknun sinni á meðferð albönsku konunnar og fjölskyldu hennar á Alþingi í dag. 5. nóvember 2019 20:26
Brottflutningurinn óþægilegur en ekki ómannúðlegur Sigríður Andersen og Jón Steindór Valdimarsson ræddu mál albönsku konunnar sem var vísað úr landi á dögunum, gengin 36 vikur á leið. 10. nóvember 2019 15:30