Innlent

Fæðingarorlofsfrumvarp verður lagt fram óbreytt

Ari Brynjólfsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink
Félagsmálaráðuneytið mun ekki gera breytingar á frumvarpi um breytta tilhögun fæðingarorlofs. Líkt og Fréttablaðið greindi frá nýverið hafa verðandi foreldrar gagnrýnt það vegna skiptingu mánaðanna milli foreldra.

Í þeim umsögnum sem hafa borist frá foreldrum er almenn ánægja með að fæðingarorlofið sé lengt um einn mánuð en ekki að mánuðurinn sé bundinn við feður. Hefur einnig verið bent á að slík fyrirhögun stangast á við leiðbeiningar Embættis landlæknis um að börn skuli vera á brjósti lengur en sex mánuði. Embættið sendi frá sér umsögn vegna frumvarpsins.

Er það mat ráðuneytisins að sú tilhögun á skiptingu fæðingar­orlofsréttar milli foreldra sem lögð er til í frumvarpinu sé til þess fallin að koma til móts við þau ólíku sjónarmið sem fram koma í framangreindum umsögnum auk þess að vera í samræmi við markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof um að tryggja barni samvistir við báða foreldra og að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.




Tengdar fréttir

Frumvarp um fæðingarorlof afleitt að mati verðandi móður

Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×