Undarlegt að nöfn verði undanskilin íslenskri stafsetningu Erla Björg Gunnarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 30. nóvember 2019 12:57 Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd, tekur ekki vel í nýjar tillögur dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd. Alþingi Mannanöfn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu. Áform dómsmálaráðherra um nýja mannanafnafrumvarpið voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í gær en þar kemur meðal annars fram að lagt verði til að afnema mannanafnanefnd.Upptaka ættarnafna leyfð Með nýjum lögum yrði upptaka ættarnafna leyfð og ekki krafist þess að nöfn hafi eignarfallsendingu eða að þau hafi unnið sér hefð í íslensku máli. Einnig yrðu reglur um að nafn megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi afnumdar. Auður Björg Jónsdóttir, hæstaréttarlögmaður er einn þriggja nefndarmanna í mannanafnanefnd. Hún segist ekki búin að ræða málið við aðra nefndarmenn. „Mín persónulega skoðun er sú að íslensk nöfn eigi að vera í samræmi við íslenskar málvenjur og í samræmi við íslenska stafsetningu, og við erum með reglur um hvernig við stafsetjum allt í íslenskri tungu og af hverju ættu mannanöfn að vera þar undanskilin?“ Auður tekur dæmi um stafi sem eru ekki séríslenskir, hvort Svanhvít mætti þá vera skrifað með tvöföldu V-i og Sesar með C-i í stað þess að nota íslenska stafi.Komi til móts við vilja fólksins Í áformum um frumvarpið kemur fram að með því að hafa reglur um skráningu nafna víðtækari sé verið að koma til móts við þau viðhorf sem ríkjandi eru í samfélaginu um mannanöfn. „Það sé vilji fólksins en er þetta í alvöru vilji fólksins því þar sem ég kem niður þar er fólk yfirleitt hlynnt mannanafnanefnd svo það kannski heyrist mest í þeim fáu sem eru óánægðir.“ Auður segir meirihluta nafna fara í gegnum nefndina og hún sé meira að segja sveigjanlegri en nefnd um hestanöfn.Segir þörf á ríkri íslenskukunnáttu Þjóðskrá Íslands mun, samkvæmt frumvarpinu, taka ákvörðun um heimild til skráningar nýrra nafna í stað mannanafnanefndar. „Í nefndinni eru tveir íslenskufræðingar, virkilega færir, og ég get bara fullyrt að þegar koma upp erfið mál sem snúa að íslenskunni þá er það aðeins á valdi þeirra og manna með þeirra sambærilegu menntun að leysa úr þeim. Almennur starfsmaður hjá Þjóðskrá hefur ekki íslenskukunnáttu þar um,“ segir Auður Björg. Hún bendir á að mikið sé lagt upp úr því hjá stjórnvöldum að standa vörð um íslenska tungu og því skjóti þetta skökku við. „Mér finnst þetta allavega ekki vera skref í rétta átt ef við hugsum það út frá þessu sjónarmiði að standa vörð um íslenska tungu, þá getum við ekki bæði sleppt og haldið,“ segir Auður Björg Jónsdóttir, nefndarmaður í mannanafnanefnd.
Alþingi Mannanöfn Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira