Innlent

Bíll lenti á um­ferðar­skilti og valt á Suður­lands­vegi

Eiður Þór Árnason skrifar
Slysið átti sér stað rétt hjá aðkomunni að framkæmdunum við breikkun Suðurlandsvegar.
Slysið átti sér stað rétt hjá aðkomunni að framkæmdunum við breikkun Suðurlandsvegar. Vísir/vilhelm

Bílvelta átti sér stað í gær rétt á móts við Hveragerði. Tilkynning barst um atvikið á ellefta tímanum í gærkvöldi og var slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningateymi sent á vettvang.

Samkvæmt upplýsingum frá Pétri Péturssyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu, þurftu slökkviliðsmenn að beita björgunarklippum til þess að ná ökumanninum út úr bílnum sem þá lá á hlið utan vegar. Ökumaðurinn var einn á ferð.

Björgunarstarf gekk vel og var ökumaðurinn fljótlega fluttur til aðhlynningar á slysadeild með sjúkrabíl. Pétur gat ekki upplýst um líðan ökumannsins að svo stöddu.

Bifreiðin sem var frekar lítil lenti á umferðarskilti um leið og hún fór út af veginum og olli höggið talsverðri ákomu á bílinn. Mikil hálka var á slysstað en ekki liggur fyrir hvort að hálkan hafi átt þátt í slysinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.