Blaðamenn fara í verkfall á morgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 21:34 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Fundi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum ríkissáttasemjara nú fyrir stundu án þess að samningar næðust. Verkfall skellur á á morgun. Það þýðir að blaðamenn á vefmiðlunum Vísi, Mbl og Fréttablaðinu, sem eiga aðild að Blaðamannafélaginu, leggi niður störf auk tökumanna og ljósmyndara. Verður þetta þriðja vinnustöðvunin í kjaradeildunni og sú lengsta, en hún mun standa yfir í tólf tíma, frá klukkan tíu að morgni til tíu að kvöldi á morgun. „Það er með ólíkindum að það sé að slitna upp úr,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands í samtali við Vísi. Hann segir að félagið hafi móttekið tilboð SA og gert gagntilboð sem Hjálmar segir að hafi að fullu verið innan ramma Lífskjarasamningsins svokallaða og innan kostnaðarútreiknings þess tilboðs sem lá til grundvallar tilboði SA. Hjálmar segir það mikil vonbrigði að upp úr hafi slitnað og að það stefni í þriðju vinnustöðvunina á morgun. Ekki er búið að boða til nýs fundar en reiknar Hjálmar með að fundað verði aftur í næstu viku, fyrir fjórðu vinnustöðvunina. Þá liggi það einnig fyrir hjá Blaðamannafélaginu að útfæra og greiða atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir í desember, en samþykkt var í október að fara í fjórar vinnustöðvanir í nóvember. Blaðamannafélagið mun halda fund í hádeginu morgun með félagsmönnum þar sem farið verður yfir stöðu mála í kjaradeilunni.Ennþá of mikið á milli Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að það sé leitt að ekki hafi náðst saman á milli deiluaðila í dag. Þá sé það einnig leitt að verkfall skelli á á morgun. „Það náðist ekki að ná í kjarasamning í dag. Það er ennþá of mikið á milli,“ segir Halldór. Aðspurður um orð Hjálmars um að Blaðamannafélagið upplifi lítinn sem engann samningsvilja af hálfu Samtaka atvinnulífsins í viðræðunum vísaði hann í að SA hafi náð samkomulagi við 97 prósent viðsemjanda félagsins á almennum markað.Uppfært klukkan 22.30 með viðbrögðum frá framkvæmdastjóra Samtökum atvinnulífsins.Blaðamenn Vísis eru félagar í Blaðamannafélaginu.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent