Sameiginlegir hagsmunir með borginni gerðu RÚV gjaldfært Ari Brynjólfsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Framkvæmdir hófust í nóvember 2016. Fréttablaðið/Anton Brink Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Sameiginlegir hagsmunir Ríkisútvarpsins og Reykjavíkurborgar urðu til þess að byggt var íbúðarhúsnæði á lóðum í kringum Útvarpshúsið í Efstaleiti. Með samningnum við Reykjavíkurborg varð RÚV sér úti um 1,5 milljarða króna sem afstýrði því að stofnunin yrði ógjaldfær. Fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar að heildarsöluverðmæti byggingaréttarins hafi numið nærri tveimur milljörðum króna. Kostaði það RÚV 495 milljónir til að gera lóðina söluhæfa. Í skýrslunni segir að það sé athyglisvert að Reykjavíkurborg geri ekki kröfu um þátttöku RÚV í stofnkostnaði innviða, en það er sérstaklega tekið fram í samningnum. Framkvæmdaraðili á lóðinni greiddi borginni alls 523 milljónir króna í gatnagerðargjöld. Lóðin sem um ræðir er 5,9 hektarar, sem er nokkru stærra en Útvarpshúsið að flatarmáli. Upphaf málsins má rekja til erindis sem borgin sendi á ríkisstjórnina árið 2013 um ríkislóðir til að byggja á. Lóðin í kringum Útvarpshúsið var sú fyrsta sem samningar náðust um. Fram kemur í svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins að Ríkisútvarpið ohf. hafi verið skráður eigandi lóðarinnar í heild sinni. Reykjavíkurborg átti ekki rétt á að afturkalla lóðina vegna ákvæða í samningi frá 1995, sem var breytt útgáfa samnings frá 1990 sem kvað á um að borgin fengi lóðina aftur árið 2040. Það hafi verið sameiginlegir hagsmunir beggja að vinna nýtt skipulag og fjölga íbúðum á svæðinu. Reykjavíkurborg fékk land til að þétta byggð á, 20 prósent af byggingaréttinum og rétt til byggingar félagslegra íbúa.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51 Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
RÚV brýtur lög að mati ríkisendurskoðanda Dökkgrá skýrsla um Ríkisútvarpið ohf. er komin út. 20. nóvember 2019 11:51
Stjórn RÚV undirbýr stofnun dótturfélags Ríkisútvarpið brýtur lög með því að vera ekki með samkeppnisrekstur í dótturfélagi. Vinnuhópur um stofnun dótturfélags verður skipaður í næstu viku. RÚV hefði orðið ógjaldfært ef ekki hefði komið til lóðasala í Efstaleiti. 21. nóvember 2019 08:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent