Innlent

Blaðamannafélagið undirritar kjarasamning

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. visir/vilhelm

Blaðamannafélag Íslands skrifaði nú síðdegis undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara.

Samningurinn var undirritaður að loknum fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm og til stendur að bera hann undir blaðamenn í næstu viku. Samninginn sem samninganefnd BÍ hafði hafnað fyrr í haust. 

Sjá einnig: Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands

Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélagsins sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefndin hefði staðið frammi fyrir tveimur vondum kostum. Að stefna deilunni í mjög harðan hnút í desember, hjá frjálsum fjölmiðlum sem standi veikum fótum, eða gangast undir ok lífskjarasamningsins, eins og Hjálmar komst að orði. Það hafi verið niðurstaðan.

Þá hefur einnig verið haft eftir honum í fréttum í dag að hann gæti ekki með góðri samvisku mælt með samningnum sem nú hefur verið undirritaður.

Ekki náðist í Hjálmar við vinnslu þessarar fréttar. Halldór Benjamín Þorbergsson framvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við Vísi að hann muni ekkert tjá sig um samninginn eða undirritun hans í dag.

Blaðamenn Vísis eru langflestir í Blaðamannafélagi Íslands.


Tengdar fréttir

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands

Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.