Réðst ítrekað á unnustu sína og nauðgaði annarri konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 20:38 Maðurinn var ákærður fyrir mörg brot. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag fjögurra ára dóm yfir karlmanni fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á þáverandi unnustu sína og beitt hana ofbeldi. Þá var honum einnig gefið að sök að hafa nauðgað annarri konu síðar sama ár. Málinu var áfrýjað í janúar síðastliðnum að beiðni ákærða. Maðurinn neitaði sök í þeim liðum ákærunnar er sneru að líkamsárás og nauðgun en játaði þjófnað á veski og armbandsúri, sem hann var ákærður fyrir árið 2018.Reyndi með ógnandi tón að fá unnustuna ofan af tilkynningu Í dómi Landsréttar segir að maðurinn hafi verið ákærður í maí 2017 fyrir að hafa á þriggja daga tímabili í júní árið 2015 ráðist á þáverandi unnustu sína, í nokkrum atlögum. Þannig hafi hann slegið hana ítrekað í andlit og líkama, skallað hana, rifið í hár hennar og dregið hana um á hárinu, sparkað í líkama hennar og tekið hana hálstaki. Unnustan hlaut mikið mar á líkama við árásirnar. Í skýrslu lögreglu sem rakin er í dómi kemur fram að þegar lögregla vitjaði fólksins eftir tilkynningu um mikil öskur í konu hefði gengið illa að fá manninn til að opna fyrir lögreglumönnum. Þá hafi maðurinn ítrekað, að því er lögreglu fannst, reynt, með ógnandi tón, að fá unnustu sína til að segja að ekkert hefði gengið á. Hafði engar skýringar á áverkunum Manninum var svo gefið að sök að hafa nauðgað hinni konunni í desember 2015 með ofbeldi, þannig að hún hlaut m.a. sár á kynfærum, sár og rispur í andliti, húðroða og depilbæðingar á hálsi og marbletti á lærum og fótleggjum. Maðurinn sagði fyrir dómi að allt sem fram hefði farið á milli þeirra umrætt kvöld hefði verið með samþykki konunnar. Þau hefðu verið vinir á Facebook, hist á Laugaveginum og hún boðið honum heim til sín. Þá lýsti hann því að konan hefði „brjálast í miðjum klíðum“ en hafði engar skýringar á áverkum hennar. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði hitt manninn í miðbænum á þessum tíma. Hann hefði borið sig illa og grátið. Hún hefði fundið til með honum og boðið honum heim til sín til að borða og spjalla. Ekkert kynferðislegt hefði verið í gangi á milli þeirra. Þau hefðu svo drukkið bjór og neytt amfetamíns, hún einu sinni en hann oftar. Maðurinn hafi svo reynt að kyssa hana en hún hafnað honum þar sem hún ætti kærasta. Maðurinn hafi ekki látið segjast, ýtt henni í gólfið og nauðgað henni. Þá var maðurinn einnig ákærður fyrir að hafa stolið farsíma konunnar þegar hann var búinn að nauðga henni. Auk þessara mála var maðurinn einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa annars vegar stolið veski, sem innihélt m.a. 8000 krónur í reiðufé og greiðslukort, úr innkaupakerru í verslun Krónunnar og hins vegar armbandsúri að verðmæti 19.900 krónum úr skartgripaverslun í Kópavogi. Maðurinn játaði þessi brot sín, líkt og áður sagði. Maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 1987. Líkt og héraðsdómur dæmdi Landsréttur manninn í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og þjófnað. Til frádráttar refsivistinni kemur gæsluvarðhaldsvist sem hann sætti frá 8.-12. júní 2015 og fangelsisvist sem hann sætti á Spáni vegna framsals til Íslands frá október til maí 2018. Þá var manninum gert að greiða fyrrverandi unnustu sinni eina milljón króna í miskabætur en henni höfðu verið dæmdar 700 þúsund króna bætur í héraði. Miskabætur mannsins til hinnar konunnar voru ákveðnar tvær milljónir króna, líkt og í héraðsdómi. Manninum var einnig gert að greiða sakar- og áfrýjunarkostnað.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira