Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 20:30 Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum. Dýr Garðabær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum.
Dýr Garðabær Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira