Lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum: Örlagavaldur í lífi þeirra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:00 Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir er heimsótt í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Mynd/Hvar er best að búa? „Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
„Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Sjá meira
Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33