Litla föndurhornið: Harry Potter sprotageymsla Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vísir Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Jæja, best að viðurkenna það strax, vera hreinskilin, hætta feluleiknum. Ég elska Harry Potter. Þessi töfra heimur hefur allt. Smá rómantík, spennu, ótrúlega fyndin og auðvitað sigrar það góða. Og það sakar ekki að höfundurinn er eiginlega að upplifa drauminn, þegar hún byrjaði að skrifa var hún það fátæk að hún sat á kaffihúsum til að hafa ljós og núna er hún önnur ríkasta kona Bretlands. Jæja, að föndrinu. Ég á nokkra Harry Potter sprota og eins og allir stoltir sprotaeigendur þá vill maður sýna þá. Ég flakkaði dálítið um netið, fann þessa hugmynd og hugsaði „Ég get gert þetta, og án þess að það þurfa að eyða krónu.“ Ég átti spónaplötu, rautt flauelefni og nokkrar spýtur sem eru venjulega notaðar til að hræra upp í málingu.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirMálningarspýturnar voru með smá texta sem ég pússaði af. Tvær af þeim pössuðu á hliðarnar en ég varð að skeyta saman fjórum spýtum að ofan og neðan og fyrir spýtuna sem liggur lárétt.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÞegar ég var búin að mæla og saga til þær spýtur sem ég þurfti að saga til þá bæsaði ég þær. Ég límdi efnið á spónarplötuna með Jötungripi. Ég vildi hafa smá skilti fyrir miðju á þverspýtunni og ég átti þessi litlu viðarskilti. Ég málaði ytri brúnina með gyltri málingu. Fór svo á Google, fann Hogwarts táknið og prentaði það út í nokkrum stærðum þar sem ég var ekki viss hvaða stærð myndi passa.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg braut stöngina af litla skiltinu, fann réttu stærðina af Hogwarts merkinu, klippti það út og notaði Mod podge til að festa Hogwarts táknið á skiltið. Svo sótti ég trélímið og festi Hogwarts skiltið á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirTil að koma í veg fyrir að sprotarnir myndu falla (fyrir mér) þá límdi ég nokkra litla trékubba aftan á þverspýtuna.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna var komið að því að setja allt saman. Ég boraði hliðarnar á spónaplötuna, og festi hanka aftan á. Þessir hankar koma með mjög litlum nöglum, og þá meina ég mjög litlum, en til að koma í veg fyrir að ég myndi lemja á puttana á mér þá notaði ég flísatöng til að halda með á meðan þeir voru að festast. Svo festi ég þverspýtuna með trélími.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg var ekki alveg viss um hvernig ég gæti falið samskeytin en ég ákvað að nota þunnt reipi sem ég festi á brúnirnar með límbyssunni.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo var bara að hengja upp, dást að þeim sprotum sem ég á og ákveða hvaða sproti verður næst fyrir valinu. Lokaútkomuna má sjá hér fyrir neðan. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15 Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00 Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Lífið Fleiri fréttir Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Sjá meira
Litla föndurhornið: Að færa texta yfir á við Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 13. nóvember 2019 16:15
Litla föndurhornið: Vetrarútlit Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 18. nóvember 2019 08:00
Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 4. nóvember 2019 09:30