Litla föndurhornið: Niðurtalning Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 09:30 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Vísir Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Eitt af því sem krakkarnir mínir elska er að telja niður þegar eitthvað stendur til, hvort sem það eru ferðalög, jólin, afmæli. Þau elska að sjá töluna breytast í 0. Ég hef nokkrum sinnum útbúið eitthvað til að telja niður en aldrei verið fullkomlega ánægð, fyrr en núna. Ég veit að ég segi þetta mjög oft, en þetta kemur ótrúlega vel út, kostaði að vísu pínu vinnu en alveg þess virði. Það helsta sem þú þarft er rammi, barna minnisspil úr við og risa íspinnaspýtur. Þú getur notað þessar úr Tiger en ég keypti þessar í Kanada, þær eru ennþá stærri en þessar í Tiger. Þú þarf líka trélím, nokkrar íspinnaspýtur í eðlilegri stærð og málningu. Ég notaði líka límmiða og límlakk en ef þú treystir rithönd þinni þá getur þú sleppt því.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á því að klippa risaspýturnar niður þannig að þær myndu passa í rammann. Svo málaði ég þær svartar.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg pússaði myndirnar af minnisspilinu og málið plöturnar svartar. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna haldið þið að ég sé orðin ótrúlega svartsýn, en bíðið róleg. Ég notaði trélím til að líma spýturnar á bakið á rammanum. Ekki misskilja mig, ég og heitalímbyssan mín erum ennþá jafn nánar, en trélímið hentaði bara betur í þetta. Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo á meðan límið var að taka sig og þorna þá lagði ég plast yfir og svo tvær þungar bækur til að pressa allt vel niður. Hafið þið lesið þessar bækur, Eragon? Ég mæli með þeim.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirSvo þurrburstaði ég með hvítu yfir bæði plöturnar úr spilinu og spýturnar. Þarna sjáið þið, ég er ekkert orðin svartsýn.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók íspinna spýturnar, klippti af endana á þeim og bjó til hillur með því að líma þær saman í L. Svo með því að veifa málningarbursta og svartri málningu þá urðu þær svartar. Ég prófaði að þurrbusta þær hvítar en fannst þær hverfa of mikið þannig inn í bakgrunninn, þannig að ég málaði þær aftur svartar. Ég sótti svo dúkahníf, bjó til rákir í rammann þar sem ég vildi hafa hillurnar og límdi þær fastar með trélíminu. Svo „skrifaði“ ég með uppáhalds aðferðinni minni sem er þannig að ég prentaði texta út, krotaði með blýanti á bakhliðina, lagði blaðið á bakið á rammanum, fór yfir með blýanti og fór svo yfir það með málningarpenna. Ég skrifaði „Það eru og dagar í“ en þú getur líka notað límmiða eða gert þetta fríhendis. Þegar þetta var allt komið þá tók ég límmiða, bæði stafrófið og tölustafi, límdi á litlu plöturnar og fór yfir með límlakki, bara til að vera örugg um að límmiðarnir færu ekki á flakk því þú tryggir ekki eftir á.Mynd/Kristbjörg ÓlafsdóttirNúna þegar ég sé þetta tilbúið þá mun ég líklegast stækka textann og jafnvel breyta um leturgerð. Það ekkert mál að gera það, bara mála yfir og byrja aftur, þannig að „Það eru ..... dagar í“ passi betur við stafina og límmiðana á litlu plötunum. En ég var bara svo spennt að sýna ykkur þetta. Þetta er líka ótrúlega flott, er það ekki? LokaútkomanMynd/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15 Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00 Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00 Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Fleiri fréttir Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Sjá meira
Litla föndurhornið: Hrekkjavökuskreyting Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 28. október 2019 22:15
Litla föndurhornið: Vikuskipulag Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi 7. október 2019 13:00
Litla föndurhornið: Myndablómvöndur Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 14. október 2019 09:00
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist