Litla föndurhornið: Jólagjöf handa þessari sem er erfiðast að gefa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. desember 2019 09:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Vilhelm Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einni jólaföndurafurð á dag með lesendum Vísis, alveg fram að jólum. Í dag 3. desember sýnir hún hvernig á að gera fallega jólakúlu sem hentar sem gjöf eða skraut á þitt eigið jólatré. Við gefum Kristbjörgu orðið.Kristbjörg ÓlafsdóttirMynd/VísirÞið þekkið hana öll. Þetta er konan sem er stanslaust prjónandi og allar gjafir frá henni, hvort sem það eru vettlingar, sokkar, kjóll á dúkkuna ykkar, allt er hreint listaverk. Núna er ég að hugsa um prjónakonuna í mínu lífi, ömmu mína. Það er samt oft eitt vandamál sem fylgir svona konum, þú veist aldrei hvað þú getur gefið þeim í jólagjöf og ef þú spyrð hana, þá er svarið alltaf „Æi, elskan mín, ég þarf ekki neitt, ekki vera að eyða peningnum þínum í mig.“ En af hverju ekki búa til jólakúlu sem er algjörlega hún, prjónajólakúlu? Það eina sem þú þarf er garn, jólakúla eða frauðplastpúla. Ég fór í Hjálpræðisherinn og keypti poka af jólakúlum þar, smá trélím, límbyssa og límstautur, grillpinnar og litlar viðarkúlur.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg byrjaði á að gera prjónana. Ég tók grillpinnana og minnkaði þá aðeins með skærum, hélt eftir oddmjóa hlutanum. Svo límdi ég með trélími kúluna á hinn endann. Og á meðan trélímið var að taka sig, þá útbjó ég kúluna sjálfa.Vísir/Kristbjörg ÓlafsdóttirÉg tók endann á garninu og festi hann á kúluna með dropa frá límbyssunni minni, hélt honum á meðan límið var að harðna og svo vafði ég bara garninu utan um kúluna, alveg þangað til að það sást ekki neitt í kúluna sjálfa, heldur bara garn. Ef þú vilt þá getur þú stoppað nokkrum sinnum á leiðinni og fest garnið aðeins niður með dropa af heitu lími en passaðu að láta ekki of mikið. Þegar ég sá ekki lengur neitt í upprunalegu kúluna þá klippti ég garnið og tryggði að þetta myndi ekki rakna upp með því að festa endann. Svo stakk ég prjónunum inn á milli garnsins og voila, prjónajólakúla, sem hvaða prjónakona myndi láta stolt á jólatréið sitt. Vísir/Kristbjörg Ólafsdóttir
Föndur Jól Litla föndurhornið Tengdar fréttir Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00 Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Litla föndurhornið: Heimagerðir merkimiðar Jólaföndur 1. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. 1. desember 2019 13:00
Litla föndurhornið: Jólaniðurtalning Jólaföndur 2. desember. Kristbjörg Ólafsdóttir sér um litla föndurhornið á Vísi. 2. desember 2019 09:00